Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 23
Goðasteinn 1995
Valdimar Böðvarsson í Butru:
Ferð fyrir 95 árnm
Fyrir, um og eftir síðustu aldamót,
var nokkuð hörð lífsbarátta hjá Islend-
ingum, en þó sérstaklega hjá fátækum
fjölskyldumönnum. Var allt gert sem
hægt var til að bjarga sér,
og miklu fremur látið
margt vanta heldur en
leita á náðir sveitarinnar,
enda held ég að það hafi
verið síðustu úrræði og
reglulegt neyðarbrauð.
Eitt meðal annars var
að senda unglinga til sjós
yfir vetrarvertíðina, einn-
ig vor- og haustvertíðir,
þótt oft væri lítið upp úr
því erfiði að hafa og þá
sérstaklega yfir haustið. Þótti jafnvel
sæmilegt að vinna fyrir mat sínum frá
septemberlokum og fram að jólum.
Helst var möguleiki að koma ungl-
ingum eitthvað suður með sjó. Þar var
sjór stundaður að haustinu. Þar var
hægt að læra undirstöðuatriði að sjó-
mennsku og þótti gott, til þess síðar að
geta komist í sæmilegt skiprúm strax í
byrjun, og svo líka var með þessu ein-
um færra á fóðrum þennan tíma.
Var það talið gott, ef að öðru leyti
var hægt að komast af án vinnu þess er
að heiman var sendur.
Verður nú hér sagt lítillega frá ferð
eins unglings er sendur var haust eitt
austast og efst af Rangárvöllum [frá
bænum Þorleifsstöðum — innskot
Goðasteins] suður í Garð. Það var árið
1900 er ég var látinn fara suður í Garð.
Átti ég að vera þar frá
því í fyrstu rétt og fram til
jóla. Var það aðallega eða
fyrst og fremst til að læra
þar sjómennsku, svo að
ég síðar gæti því fremur
komist í sæmilegt skip-
rúm ef heppnin væri með,
- sem líklega heppnaðist,
en það er önnur saga. Ég
var þá óreyndur og lítil-
sigldur, kraftalítill og
kjarklaus og hálf kveið ég
fyrir þessari löngu og erfiðu ferð.
Ráðinn var ég með tveimur full-
orðnum og reyndum ferðamönnum,
sem tóku mig með sér.
Voru þeir með nokkrar kindur, sem
þeir voru beðnir fyrir suður með sjó.
Voru það aðallega sendikindur frá ýms-
um til viðskiptavina, mun það aðallega
hafa verið fyrir fisk frá því vorinu áður.
Báðir voru þessir menn trúverðugir
og ábyggilegir.
Þeir hétu Sigurður Tómasson og
Sigurður Sigurðsson. Hafði sá síðar-
nefndi ráðið mig eftir beiðni föður
míns til Stefáns Einarssonar, Krókvelli.
-21-