Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 126
Goðasteinn 1995
Tryggvi Árnason, trésmíðameistari og
aðstoðarsmiður Skúli Jónsson, tré-
smiður.
Kirkjan var vígð af séra Kjartani
Einarssyni, prófasti í Holti sunnu-
daginn 20. október árið 1912.
Vísitasíugerð 12. júní 1913
1913 hinn 12. júní var hinn setti
prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi,
séra Skúli Skúlason í Odda staddur að
Akurey til þess að framkvæma vísitasíu
og gjöra álit um smíði og frágang á
kirkju sem þar hefur verið reist á
næstliðnu ári.
Var þá fyrst tekin til skoðunar kirkj-
an, og er hún úr timbri gjör á stein-
steyptum grunni, sem er á hæð 46 cm.
nálega jafn hár allt í kring. Lengd aðal-
kirkjunnar er 9 m, 50 cm. Breidd 6 m,
38 cm. utanmál. Fram af kirkjunni er
forkirkja með vængjahurð í úti og innri
dyrum, að lengd 2 m 15 cm, breidd 2
m, 27 cm. Bakkirkja er aftur af kirkj-
unni að lengd 2 m, 33 cm. breidd 3 m,
50 cm. Á grunninum sem er ca 50 cm í
jörð eru 2 smágöt hvoru megin til þess
að vindur geti leikið um undirviði
kirkjunnar og þeir haldist þurrir.
Upp að inngangsdyrum liggur stein-
steyptur pallur með 3 tröppum. Hæð
veggjanna á aðalkirkjunni er 3m, 80
cm. Þakið er sem næst krossreist. Öll er
kirkjan jámvarin bæði á þaki og veggj-
um.
Turn er upp af forkirkjunni jafn
henni að ummáli á alla vegu upp fyrir
mæni aðalkirkjunnar. Þar fyrir ofan er
hann að sér dreginn, ferstrendur mað
járnkrossi, festum í blikkkúlu. Hæð
turnsins frá jörðu 15 m, 75 cm..
I vestur enda er setuloft yfir kirkj-
una þvera, 3 m. á lengd, á innri brún
þess er grindverk með rendum pílárum
og liggja úr því (loftinu) dyr með læstri
hurð fyrir upp í turninn. Á loftinu eru 1
fastur bekkur og 5 lausir. Stendur þar
hljófæri kirkjunnar.
Á aðalkirkjunni eru 3 gluggar boga-
dregnir með 9 rúðum á hvorum vegg.
Á bakkirkjunni er 1 gluggi bogadreg-
inn með 6 rúðum á hvorum vegg. Á
vesturstafni eru 2 sex rúðu gluggar
með sömu lögun og á tumi eru 3 hurðir
á hjörum.
Yfir kirkjuna þvera fyrir innan setu-
loftið eru 2 járnbitar holir, festir með
jámpípum upp í skammbita efst í sperr-
unum.
í aðalkirkjunni eru að norðanverðu
10 fastir bekkir og 8 að sunnanverðu.
Prédikunarstóll er innan við innsta
glugga á suðurhlið í suðausturhorni
aðalkirkjunnar. Altarið er fremst í bak-
kirkjunni sem með þverþili í miðju og
tjölduðum dyrum til beggja hliða, er
skipt í tvennt og er skrúðhús að baki
þilsins og dyranna.
Spjaldhvelfing er í allri aðalkirkj-
unni aðgreint frá veggjum með strikuð-
um listum. Undir stiganum er liggur
upp á loftið sunnan dyra er læstur klefi
til að geyma í graftól og þess háttar.
Gráturnar eru áfastar prédikunarstól
að sunnanverðu, og horninu sem
aðalkirkja og bakkirkja mynda að
norðanverðu.
-124-