Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 182
ANNALAR
Goðasteinn 1995
sinni og opnaði þar verkfræðistofu. Sig-
björn hafði áður gegnt störfum bygginga-
fulltrúa Rangárvallahrepps sem starfs-
maður verkfræðistofunnar Hnita hf. í
Reykjavík. Sigbjörn tók að sér að auki að
gegna starfi framkvæmdastjóra átaks-
verkefnis í atvinnumálunr sem fjögur
sveitarfélög í utanverðri Rangárvallasýslu
stóðu saman að. Verkfræðistofa hefur ekki
áður starfað í sýslunni. Verkefni hafa verið
ærin hjá verkfræðistofunni og í árslok
hafði þurft að fjölga starfsmönnum.
Eitt af þeim verkefnum sem urðu til
undir merki átaksverkefnis í atvinnumálum
sem stóð frá 1993 til 1995, var að stofna til
hátíðar í sumarlok í utanverðri sýslunni.
Lögð var sérstök áhersla á, að hátíð þessi
hefði á sér blæ „uppskeruhátíðar" landbún-
aðarins í héraðinu. Þessu framtaki var
gefið nafnið „Töðugjöld“. Stofnað var
félag til þess að standa fyrir hátíðinni og
var stofnfundur þess haldinn þ. 3. febrúar
1994. Fyrstu Töðugjöldin voru síðan
haldin helgina 19. til 21. ágúst 1994. Mjög
vel tókst til og voru fjölmörg atriði á
hátíðinni á ýmsum stöðum í héraðinu, flest
þó á Gaddstaðaflötum við Hellu. Mesta
athygli vakti fallhlífarstökk Drífu Hjartar-
dóttur bónda á Keldum. Formaður fyrstu
stjómar Töðugjaldanna var Drífa Hjartar-
dóttir og aðrir helstu hvatamenn að þessu
framtaki voru Ragnar J. Ragnarsson og
Birgir Þórðarson.
Ný hjúkrunardeild á dvalarheimilinu
Lundi á Hellu var formlega tekin í notkun
með vígsluathöfn þ. 8. maí 1994. Öllum
íbúum á svæði aðildarsveitarfélaganna
fjögurra í Hellulæknishérði var boðið að
koma síðdegis þennan dag og skoða
húsnæðið. Hjúkrunardeildin er í viðbygg-
ingu sem tekið hefur allmörg ár að reisa.
Byggingartíminn var orðinn yfir tíu ár og
fannst heimamönnum á stundum að ótrú-
lega erfiðlega gengi að fá ríkisvaldið til
þess að leggja fram sinn skerf til þessa
Sveitarfélög
framtaks. Þörfin fyrir hjúkrunardeildina
var orðin mjög brýn og ríkti mikill
fögnuður yfir því að starfsemin skyldi nú
loks hafin. Dvalarheimilið Lundur er í
sameign fjögurra sveitarfélaga, Asahrepps,
Djúpárhrepps, Holta- og Landsveitar og
Rangárvallahrepps. Ríkið greiðir 85% af
stofnkostnaði hjúkrunardeildarinnar enda
fellur hún undir lög um sjúkrastofnanir.
Þann 25. maí 1994 var nýtt starfssvæði
Sorpstöðvar Rangárvallasýslu bs. tekið í
notkun að Strönd f Rangárvallahreppi.
Starfssvæðið er móttöku-, flokkunar og
takmarkaður urðunarstaður fyrir ákveðnar
gerðir af sorpi. Sjö sveitarfélög af tíu í
Rangárvallasýslu standa að byggðasamlag-
inu. Starfsemi þess hefur verið að mótast á
árinu og í árslok mátti þegar segja, að
talsverð framför hefði orðið í sorpförgun-
armálum innan þeirra sveitarfélaga sem að
stöðinni standa.
Frá því að ákveðið svæði á afréttum
Land- og Rangárvallahreppa var skilgreint
sem „Friðland að Fjallabaki“ hefur verið
unnið að undirbúningi þess að skipuleggja
svæðið með tilliti til framtíðarnýtingar og
umferðarstjórnunar. Undanfarin fjögur ár
hefur mestur kraftur verið í þessu starfi.
Settur var upp vinnuhópur til þess að
undirbúa gerð skipulags. Hópurinn réð
síðan Gísla Gíslason arkitekt til þess að
vinna skipulagsvinnuna. Skipulag ríkisins,
Náttúruvemdarráð og fleiri aðilar komu að
þessu frá byrjun og tóku m.a. þátt í kostn-
aði. Fljótlega kom fram, að til þess að gera
skipulagsvinnuna sem skilvirkasta þurfti
að leggja drög að skipulagi aðliggjandi
svæða að Friðlandinu. A endanum náði
skipulagssvæðið inn á afrétti Holta- og
Landsveitar, Rangárvallahrepps, Skaft-
árhrepps, Hvolhrepps og Fljótshlíðar-
hrepps. Tillaga að skipulagi var auglýst og
óskað var eftir athugasemdum. Nokkrar
athugasemdir komu fram, sem reynt var að
-180-