Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 111
Goðasteinn 1995
eru ýmist hlýindi eða kuldar og skipti á
milli frosts og þíðu eru mjög algeng og
gerast hratt. Skipti á milli þurrka og
regns eru einnig tíð, þó þau hafi minni
áhrif. Þessar og aðrar öfgar í veðrum
hér eru mikil áraun á bergið á ströndum
landsins og það brotnar því gjarnan
hratt niður. Strendur íslands eru sem
sagt berskjaldaðar fyrir tíðum og
þungum áhrifum veðráttunnar og
veðrun gengur þar hratt fyrir sig.
/
Breytileiki Islandsstranda
Strendur íslands skiptast eðlilega í
tvo meginhópa, klappastrendur og set-
strendur. Klappastrendurnar eru úr
föstu, hörðu bergi en setstrendurnar úr
lausum efnum, sandi, möl og grjóti
o.þ.h. Ef litið er á strendurnar nánar þá
má flokka þær í ýmsa hópa sem
einkennast af margvíslega breytilegum
þáttum, en í þessu tilviki verður ekki
farið út í slíka undirflokkun. Ef litið er
á landið í heild má segja að setstrendur
einkenni Suðurland en klappastrendur
aðra landshluta. Allmiklir setstranda-
kaflar koma fyrir inn á milli á klappa-
strandasvæðinu, svo sem fyrir botni
Héraðsflóa, Axarfjarðar, Húnafjarðar
og á sunnanverðu Snæfellsnesi. Einnig
koma fyrir á þessu svæði smáir strand-
bútar sem eru þaktir setum, einkum í
víkum á milli klappatanga og fyrir
botnum fjarða og einnig geta legið
mjóar setstrendur undir klöppum og
björgum, einkum innanfjarðar en síður
mót opnu hafi.
Á setstrandasvæðinu sunnanlands
má einnig finna klappastrendur, svo
sem skerjagarðsströndina fyrir Fló-
anum, fjallendið sem teygir sig í sjó
fram í Mýrdal, Reynisfjall og Alviðru-
hamra. Einnig má þar finna svæði þar
sem klappir í sjó, eyjar eða sker, hafa
tengst landi við myndun sand- og
malarrifja og við mikinn framburð áa
af landi ofan. Sem dæmi um hið síðar-
nefnda má nefna Ingólfshöfða og
Hvanney við Hornafjarðarós um hið
fyrra.
Nokkur áhugaverð atriði varðandi
setstrendur
Setflutningur: Þar sem setstrendur
eru fyrir hendi hefur efni þeirra annað
hvort borist fram á ströndina ofan af
landinu, venjulegast með ám, eða þá að
það hefur flust til meðfram fjörunni
undan hreyfingum sjávar.
Einn afkastamesti setflytjandi fram
á strendur landsins núna er án efa
Skeiðará og allur Skeiðarársandur er
myndaður af framburði jökuláa, að
verulegu leyti í jökulhlaupum. Á svip-
aðan hátt er Mýrdalssandur myndaður
af framburði Kötluhlaupa og Mýrna-
tangi af Kúðafljóti og Skaftárhlaupum
og þannig má lengur telja. Fjölmargar
ár bera efni fram á strendur Suður-
lands, þó það gerist að óverulegu leyti í
hlaupum. Meðal þeirra eru stórár eins
og Ölfusá, Þjórsá og Markarfljót en
einnig minni ár eins og Klifandi, Skógá
og fleiri.
-109-