Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 94
Goðasteinn 1995
1261. Hafís umhverfis ísland.
1275. Veiddir á Islandi hvítabirnir
27; kringdi hafís nær um alt ísland.
1279. Hannes biskup Finnsson getur
þess eftir Austfjarðaannál, að þá hafi
verið svo harður vetur með stórfrost-
um, að hafið hafi lagt svo mjög, að fara
mátti með eykum margar vikur sjáfar á
ísi, og hafi þeir ísar legið eftir um vorið
kringum Island allvíða lengi sumars,
svo enginn hafi vitað dæmi til slíks, og
hafi menn hugað að landið mundi
eyðast af þeim ísum, því í fáum veiði-
stöðum hafi orðið til fiskis róið.
1319. Hafísar fyrir Austfjörðum og
Síðu, dóu 13 hvalir í einni vík fyrir
Litlahjeraði {nú Öræfum} og komu
nær allir á land.
1320. Isa vor. Hafísar lágu umhverf-
is Island fram á mitt sumar; skiptjón í
ísum fyrir Austfjörðum og komust allir
menn á land heilir og lífs; tvö önnur
skip braut í ísnum, annað við Eyjar, hitt
fyrir norðan Langanes.
1321. Óáran mikil á Islandi og dóu
menn víða af sulti. ísar kringum ísland,
hvítabjörn kom á land í Heljarvík á
Ströndum og drap 8 menn.
1470. Vetur harður frá jólum, en
hafís lá um land alt fram á sumar.
1552. Fellivetur mikill. A dögum
Marteins biskups snemma, segir Jón
prestur Egilsson, að komið hafi svo
mikill hafís syðra, að hann lá út á sæ
meira en viku sjóar og tók langt út fyrir
Þorlákshafnarnes og var mikil selveiði
á honum, hann kom fyrir vertíðarlok
um sumarmál.
1605. ís kom mikill, hann kom fyrir
austan land, rak alt um kring að austan
og sunnan ofan fyrir Grindavík um
vertíðarlok.
1610. Vetur harður og langhríðar-
samur. Þá kom hafís fyrir sunnan (lík-
lega frá Austurlandi) og var mikill sel-
fengur á; þá var björn unninn í Herdís-
arvík.
1615. Rak inn ís fyrir norðan land á
þorra og kringdi um alt land, hann rak
ofan fyrir Reykjanesröst og um Voga
og fyrir öll Suðurnes, engir mundu
ísrek skeð hafa sunnan fyrir röst; var
þá seladráp á ísi um Suðumes. Hafísinn
var svo mikill fyrir sunnan, að ekki
varð róið fyrir sunnan Skaga (þ. e.
Garðskaga) og druk(k)nuðu á honum
tveir menn er fóru að seladrápi Þá
brotnuðu hafskip víða í ísi. Bjarndýr
gengu víða um land, en gerðu þó ei
mein, mörg voru unnin fyrir sunnan og
austan, eitt var drepið á Hólum í
Hjaltadal. Fyrir norðan lá ísinn til
fardaga.
1617. Kaupfar, sem fara átti til Eyr-
arbakka, viltist í þokum, komst í hafís
og varð fyrir miklum hrakningum, urðu
hásetar að slá sel á ísnum sjer til matar.
1639. ís við land allan veturinn,
kom hann austan fyrir landið og svo
fyrir Suðurnes, stóðu af honum mikil
harðindi og var hann gagnslaus að öllu,
selatekja engin fyrir norðan land.
1687. Þá kom hafís nyrðra og í
Austfjörðu alt suður í Hornafjörð.
1694. Hafísar miklir komu fyrir
norðan og austan alt fyrir Eyrarbakka
og Vestmannaeyjar, stóð af ísnum
-92-