Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 166
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sveitarfélög
Sigurjón Sigurðsson, húsvörður skól-
ans, lést á árinu. Við störfum hans tók
Magnús Tómasson. Við mötuneytið störf-
uðu þær Erla Þorbergsdóttir matráðskona,
Ragnheiður Klemensdóttir starfsstúlka og
Ólöf Bárðardóttir starfsstúlka. Magnea
Gunnarsdóttir var ræstitæknir skólans
ásamt Vilborgu Sigurjónsdóttur. Guðrún
Tómasdóttir var gjaldkeri mötuneytis
skólans, auk þess sem hún sá um bóksölu.
Tryggvi Ingólfsson, Hvolsvelli, form.
héraðsnefndar Rangæinga, var formaður
skólanefndar. Aðrir í skólanefnd voru:
Edda Antonsdóttir, Vík, Guðrún Inga
Sveinsdóttir, Skógum, sr. Halldór Gunn-
arsson, Holti og sr. Sigurjón Einarsson,
Kirkjubæjarklaustri. Drífa Hjartardóttir,
Keldum, tók sæti Guðrúnar Ingu að lokn-
um sveitarstjómarkosningum.
Ve stur-Eyj afj al 1 ahreppur
íbúar í Vestur-Eyjafjallahreppi voru
þann 1. desember 1994 alls 201, þar af 105
karlar og 96 konur og hafði fækkað um tvo
frá fyrra ári. A aldrinum 0-14 ára voru 53,
15-18 ára 11, 19-66 ára alls 115 og 67 ára
og eldri 22. Fjöldi heimila í hreppnum eru
55.
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram hér
eins og annars staðar og vom þessir kjörnir
í hreppsnefnd: Eyja Þóra Einarsdóttir,
Baldur Björnsson, Kristján Mikkelsen.
Sveinbjörn Jónsson og Viðar Bjarnason.
Framkvæmdir
Helstu framkvæmdir á vegum sveitar-
félagsins: Lokið var við hreinlætisaðstöðu
fyrir ferðamenn í Hamragörðum og
tjaldsvæðið var opnað. Lokið var endur-
bótum á smíðastofu fyrir Seljalandsskóla
og endurbyggðar voru fjárréttir að Selja-
landi. Einnig var í samráði við Land-
græðslu ríkisins unnið að uppgræðslu Al-
menninga. Á vegum einkaaðila var sett á
stofn fyrirtæki fyrir vatnsíþróttir við Holts-
ós, í byggingu eru tvö íbúðarhús, nokkur
sumarhús og fl. smávægilegt.
Landbúnaður
Atvinnumál byggjast mest á landbúnaði
en þó nokkuð er um dulið atvinnuleysi
vegna samdráttar í greininni.
Búfjáreign í hreppnum árið 1994 sam-
kvæmt forðagæsluskýrslum:
Kýr 633, kvígur 170, geldneyti 353,
kálfar265. Alls 1.421 nautgr.
Ær 4.455, hrútar 156, gemlingar 984.
Alls 5.706 sauðf.
Hross 828, hænur 152, minkar 346.
Heyfengur var 49,057 nr\
Kornuppskera 81 tonn.
Kartöflur 12,5 tonn.
Innlögð mjólk í Mjólkurbú Flóamanna
var 2.099.505 lítrar.
Skólahald
Böm á grunnskólaaldri vom um haustið
1994 alls 40, en 1.-7. bekkur er starfræktur
í Seljalandsskóla, 8. bekkur er í Barnaskól-
anunr í Skógum og 9.-10. bekkur í Skóga-
skóla.
Nemendur úr hreppnum í Tónlistar-
skóla Rangæinga voru að meðaltali 20,5
sem verður að teljast mikil þátttaka miðað
við íbúafjölda (V.-Eyjaf. 10,1% þátttaka,
Hvolhr. 2,6% þátttaka).
Tónlistar- og kórstarf er því mikið í
sveitarfélaginu.
Leikskóli er starfræktur 2 daga í viku á
Heimalandi.
-164-