Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 245
ANNÁLAR Goðasteinn 1995 Dánir
með mikilli gestnauð og mikilli gest-
risni. Menningarbragur réði húsum,
hljómlist og söngur í hávegum höfð og
ljóð iðkuð og samin af Auðuni bónda
og börnum hans. Guðrún framaðist vel
á unga aldri heima og heiman í hús-
stjórn og hannyrðum. Hún giftist árið
1939 Ólafi Sveinssyni bónda í Stóru-
Mörk, vel gefnu glæsimenni sem um
mörg ár var mikill forystumaður í
félagsmálum í sveit sinni. Þau tóku við
búi af Guðleifu Guðmundsdóttur, móð-
ur Ólafs, ári síðar í félagi við Eymund
bróður Ólafs og sátu rausnargarð sinn
til 1985 er þau fluttu á Dvalarheimilið
Kirkjuhvol í Hvolsvelli ásamt Ey-
mundi. Þar andaðist Ólafur ári síðar,
þann 27. ágúst. Guðrún í Stóru-Mörk
var mikilhæf kona á alla grein, há vexti
og tíguleg, skemmtin og fræðandi í
viðræðu og átti jafnan mikilli mann-
hylli að fagna. Lengst verður hennar
minnst fyrir frábært framlag til ljóðlist-
ar en þar skipar hún sæti í fremstu röð
íslenskra skáldkvenna. Segja má að
hún hafi orðið þjóðkunn árið 1956 er út
kom hjá bókaútgáfunni Norðra þulu-
safn hennar, I föðurgarði fyrrum. Árið
1982 gaf Goðasteinsútgáfan í Skógum
út ljóðabók hennar, Við fjöllin blá, er
ber hugarauðgi hennar og listgripum í
ljóði fagurt vitni. Hún orti hátíðarljóð
Rangæinga á þjóðhátíð 1974 og hlaut
þá verðskuldaða viðurkenningu hátíð-
arnefndar. Eftir hana liggur margt
óprentaðra ljóða. Sjálf hefur hún lýst
yndi skáldgáfunnar í þessum ljóðlín-
um:
Á mildum nóttum margt égfæ að heyra,
er mánaskinið svœfir börnin sín,
I ró þá berast raddir mér að eyra
í rími og stuðlum, það er gleðin mín.
Guðrún og Ólafur eignuðust eina
dóttur, Áslaugu, deildarritara á Borgar-
spítalanum í Reykjavík. Guðrún and-
aðist á Sjúkrahúsi Suðurlands þann 25.
október og hafði þá búið við heilsu-
brest um nokkurn tíma en andinn var
heill til hárrar elli.
(Séra Halldór Gunnarsson í Holti)
Helene Grafin von Schwerin,
Kornvöllum
Helena Elisabeth Káthe fæddist hinn
14. janúar árið 1911 í bænum Kassel í
Hessen í Þýskalandi. Foreldrar hennar
voru hjónin Else og Julius Kreilein,
póstmeistari í Melsungen, en þangað
fluttist fjölskyldan á fyrsta æviári
Helenu og átti þar heima síðan. Helena
-243-