Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 97
Goðasteinn 1995
1817. Mikið ísaár. Þá rak hafís að
Norðurlandi í miðjum janúarmánuði,
og hjeldust hafþök fram eftir öllu vori,
svo kaupskip komust ekki á Akureyri
fyrr en undir miðjan júlímánuð og var
þá enn töluverður ís á hrakningi.
{ Sleppt hér allítarlegri lýsingu á hafís á
Ólafsfirði og Eyjafirði.} Þann vetur var
einnig mikill ís fyrir austan og vestan,
svo yfir ísafjarðardjúp var farið með
hesta fram eftir vori og eins sumstaðar
um firði á Austur- og Norðurlandi.
Hafíshroða rak þá að austan út fyrir
Eyjafjöll og Vestmannaeyjar. Hvali rak
víða á Norðurlandi og í Aðalvík kom á
ísnum grúi vöðuselskópa og var hver
bátur fylltur eftir annan. Fyrir Austur-
landi var hafísinn á hrakningi frá nýári
til bænadags.
1820. Þá kom dálítill hafíshroði við
Norðurland; ís rak inn á Hjeðinsfjörð
18. marz, en hann dreifðist fljótt aftur;
á Siglufirði varð vart við bjarndýr. F.
Faber getur þess (F. Fabers's Dagbog},
að nokkur hafíshroði hafi komið að
Grímsey 9. júní, en siglingamenn
sögðu þá lítinn ís í Norðurhöfum, en
miklar ísbreiður frá fyrri árum væru á
flækingi suður um Atlantshaf, jafnvel
suður á 40. mælistig n. br.
1826 er ekki getið um neinn ís við
Norðurland. En það ár var einkennilegt
ísrek fyrir Suðurlandi, sem Abel
sýslumaður í Vestmannaeyjum hefur
lýst. Hinn 26. maí sáust frá Vestmanna-
eyjum í hægu og heiðskíru veðri haf-
þök af ís, sem rak með 3-4 mflna ferð
frá Dyrhólaey vestur með landi til
eyjanna. Þegar ísinn náði Elliðaey og
Bjarney, stóðu nokkrir jakar grunn fyrir
austan og suðaustan þær og stórir fjall-
jakar staðnæmdust fyrir sunnan Bjarn-
ey á 60 faðma dýpi. ísinn þakti gjör-
samlega sundið milli lands og eyja, en
ekki var hægt að sjá út yfir þann ís, er
rak fyrir sunnan Vestmannaeyjar, svo
langt náði hann til hafs. Þetta ísrek var
4 - 5 klukkustundir að fara fram hjá
eyjunum. Dagana næstu eftir var kyrrt
veður og heiðskýrt, fjallajakarnir, sem
strandað höfðu, brotnuðu smátt og
smátt og breyttu lögun, en 8. og 9. júní
kom kvika, sem eyddi þeim öllum og
rak íshroðann í vesturátt. Meðan á
ísrekinu stóð var svo kalt í Vestmanna-
eyjum, að varla var hægt að bræða hélu
af gluggum þó lagt væri í ofna, og
segist Abel aldrei í þau 30 ár, sem hann
var í eyjunum, hafa fundið annan eins
kulda.
1835. Um nýár féllu á harðindi jafnt
yfir allt land. Hinn 7. janúar rak ís að
Norðurlandi, fyllti þá Ólafsfjörð og lá
fram í febrúar. 6. mars komu aftur
hafþök af ísi, staðnæmdist hann fyrir
öllu Norðurlandi, síðan fyrir Horn-
ströndum og Austurlandi. ísinn var
ekki algjörlega farinn frá Norðurlandi
5. júlí, þó hann lónaði frá um stund í
júní og jafnvel í maí, svo kaupskip
komust inn á Skagaströnd og Hofsós.
Hinn 3. júlí voru hákarlaskip frá Eyja-
firði föst í ís við Sléttu og 27. júlí var
ísinn að reka norður eftir af Húnaflóa.
ísinn komst snemma austur fyrir og rak
í maímánuði suður með landi allt út í
Grindavík, og á fjórðu viku fyllti hann
sundið milli Eyjafjalla og Vestmanna-
-95-