Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 115
Goðasteinn 1995
tengdu Hólmana og Örfirisey í Reykja-
vík við land voru skýr dæmi áður en
mannshöndin og náttúran gerðu þar á
bragarbætur. Skýrustu dæmin um
svona granda eru líklega grandarnir
tveir sem tengja Þórðarhöfða í Skaga-
firði við land. Víða umhverfis landið
eru til lágir slíkir grandar sem fara á
kaf í flóði og tengja hólma og sker við
land. Slík flæðisker hafa verið kær-
komin viðbót við beitarmöguleika á
ýmsum strandjörðum en jafnframt
sífellt áhyggjuefni fjárgæslumanna,
sem urðu að gæta þess að fé flæddi
ekki og drukknaði.
Óshólmar: Þar sem ár falla til sjávar
eða út í vötn setja þær af sér efni það
sem þær bera með sér svo langt fram.
Við ármynni hleðst því gjarnan upp
nýtt land úr lausum setum, einkum þar
sem setnkar ár flæða fram. Slíkt land
er kallað óshólmar og eru óshólmar
mjög breytilegir eftir aðstæðum. Það
fer eftir umhverfisaðstæðum hverju
sinni hvers konar óshólmar myndast.
Það eru þrír þættir sem mestu ráða um
gerð óshólmanna. Þessir þrír þættir eru:
• Ain sjálf, gerð hennar, stærð,
framburðarmagn og gerð og
fleira slíkt.
• Sjávarlag, straumar, ölduhæð,
stóröldutíðni og fleira slíkt.
• Sjávarföll, mismunur flóðs og
fjöru.
Þessir þrír þættir ráða mismiklu eftir
aðstæðum og víða setja þeir sameigin-
leg mörk á ármynni, sem verða þá af
blandaðri gerð. W. E. Galloway (1975)
hefur byggt á þessu flokkunarkerfi fyrir
óshólma heimsins.
Þar sem setríkar ár falla í vötn eða í
sjó þar sem munur flóðs og fjöru er
lítill og stormöldur ná ekki mikilli hæð
eða eru sjaldgæfar hafa árnar tilhneig-
ingu til þess að mynda flókið kerfi
tanga og lágra eyja sem teygja sig langt
út til sjávar með neti af krókóttum
álum og lænum á milli. Þessir óshólm-
ar teygja sig sífellt lengra til hafs og
verða sífellt flóknari að formi. Þegar
nefna skal dæmi um þessa gerð ós-
hólma er gjaman gripið til Missisippí-
fljótsins í Bandaríkjunum, en hérlendis
er þessi gerð fremur sjaldgæf, nema þá
sem smáar óshólmamyndanir í stöðu-
vötnum, gjarnan eftir litla læki. Sjald-
gæfi þeirra við strendur Islands er eink-
um afleiðing af því hversu afgerandi
úthafsaldan er víðast hvar við strendur
landsins og að þar gætir einnig víðast
hvar allmikils munar flóðs og fjöru.
Það má því segja að hérlendis sé þessa
gerð óshólma fyrst og fremst að finna
við ósa í stöðuvötnum.
Þar sem setríkar ár falla til sjávar
við mikinn mun flóðs og fjöru en þar
sem lítilla áhrifa gætir af strandstraum-
um og úthafsöldu verða óshólmarnir
gjarnan að kerfi langra nokkurn veginn
samsíðaliggjandi eyja og hólma, sem
raða sér meðfram ströndinni, fremur en
að teygja sig út til hafsins. Þessar eyjar
minna töluvert á eyrar íslenskra jökuláa
að gerð, þar sem árnar flæmast um flat-
lendi og sanda. Sem dæmi um þessa
gerð óshólma á alheimsvísu eru gjam-
-113-