Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 184
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sveitarfélög
Helstu verkefni félagsins á árinu voru
að kynna niðurstöðu skýrsluhaldsins fyrir
árið 1993, auk hefðbundinna félagsstarfa.
Félagið hefur til ráðstöfunar starfsfé
samkvæmt búfjárræktarlögum.
Stjórn félagsins skipa nú eftirtaldir:
Formaður Þórir Jónsson Selalæk, gjaldkeri
Ari Arnason Helluvaði, ritari Viðar
Steinarsson Kaldbak.
Þórir Jónsson
Hrossaræktarfélag
Rangárvallahrepps
Hrossaræktarfélag Rangárvallahrepps
starfar að hrossakynbótum með reiðhesta-
rækt að markmiði. Starfsvæðið er Rangár-
vallahreppur.
Félagið var stofnað árið 1992. Fjöldi
jstofnfélaga er ekki þekktur. Núverandi
íjöldi félaga er 19.
Auk hefðbundinna fundahalda var
leigður stóðhesturinn Kópur frá Mykjunesi
af Hrossaræktarsambandi Suðurlands,
undir hann voru leiddar 18 hryssur félags-
manna og annarra.
Félagið hefur til ráðstöfunar starfsfé
samkvæmt búfjárræktarlögum.
Stjórn félagsins skipa nú eftirtaldir:
Formaður Ingvar Magnússon Minna-Hofi,
gjaldkeri Þórir Jónsson Selalæk, ritari
Steinþór Runólfsson Hellu.
Þórir Jónsson
Holta- og Landsveit
Árið 1994 var fyrsta heila starfsár
Holta- og Landsveitar eftir sameiningu
Holtahrepps og Landmannahrepps í eitt
sveitarfélag, en hún tók gildi 1. júlí 1993.
Sú reynsla sem þegar er fengin eftir
sameininguna lofar mjög góðu um að nýja
sveitarfélagið verði sterkari eining en hin
tvö voru áður, bæði hvað varðar rekstur,
félagslega þjónustu og uppbyggingu.
Ibúafjöldi Holta- og Landsveitar 1.
desember 1994 var 377 og hafði fjölgað
um 5 frá fyrra ári. Karlar voru 198 og
konur 179. 305 íbúanna voru skráðir með
heimilisfestu á lögbýlum en 72 í byggða-
kjörnunum á Laugalandi, Rauðalæk og
Lyngási.
Nokkuð var um atvinnuleysi á árinu og
hefur framleiðslukreppan í landbúnaðinum
og dræm eftirspum eftir vinnuafli á hinum
almenna markaði komið illa við þetta
sveitarfélag, þar sem aðalverkefnin eru
landbúnaður og ýmis iðnaðar- og þjónustu-
störf. Bústofn samkvæmt ásetningsskýrsl-
um var: Nautgripir 1917, þar af mjólkurkýr
667, sauðfé 6841, hross 2730, refir og
minkar 2389 og gyltur 15. Heyfengur var
verulega fram yfir áætlaða fóðurþörf.
Helstu framkvæmdir á vegum sveitar-
félagsins á árinu voru að lokið var bygg-
ingu sundlaugarinnar á Laugalandi og sett
upp við hana vatnsrennibraut. Sundlaugin
var opnuð í apríl, en rennibrautin tekin í
notkun í október. Mikil aðsókn var að að-
stöðunni og voru skráðir sundgestir til
áramóta um 9700 og eru þá ekki meðtalin
afnot skólans.
Lokið var frágangi á skrifstofu hrepps-
ins og fundaaðstöðu. Einnig unnin ýmis
frágangsverkefni í nýbyggingu skólans,
gerðar gagngerar endurbætur á kennara-
íbúð í eldri álmu ásamt fleiri viðhaldsverk-
efnum.
Nú um skeið hefur árlega verið gróður-
sett all mikið af trjáplöntum á Laugalandi
og var þeirri starfsemi fram haldið. Árang-
-182-