Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 173
ANNÁLAR Goðasteinn 1995 Sveitarfélög
grasgarðinum við Þórólfsfell. Þar skolaði
það burt ca 30 ha af gróðurlandi og 1 km
langri girðingu. Einnig braut það sér leið í
norður í átt að Barkarstöðum. Þar eyðir
það nú uppgrónum aurum, og er útlitið
mjög slæmt, því að allt stefnir í að fljótið
brjóti sér leið upp að þjóðveginum innan
við Háamúlagarð. Þar að auki brýtur fljótið
neðan af túni frá Háamúla milli Háamúla-
garðs og Hallshólmagarðs. Mikil áhersla
var lögð á það að fá aukið fjármagn í
varnargarða, en það mistókst með öllu.
Einungis var bætt grjóti á hluta af þeim
görðum sem voru að gefa sig.
Þórsmörk
Þann 6. nóvember 1991 höfðaði Vestur-
Eyjafjallahreppur mál á hendur Fljóts-
hlíðarhreppi þar sem forráðamenn hans
krefjast þess að Þórsmörk, Goðaland,
Teigstungur, Múlatungur og Guðrúnar-
tungur teljist til Vestur-Eyjafjallahrepps og
þeir hafi þar með stjórnsýslulegt vald á
þessu svæði. Arið 1994 var svo dæmt í
þessu máli af Héraðsdómi Suðurlands.
Dómsorð eru þau að „Þórsmerkursvæðið“
skuli teljast til Vestur-Eyjafjallahrepps,
einnig að Fljótshlíðarhreppur skuli greiða
kr. 500.000 í málskostnað. Málinu var
áfrýjað til Hæstaréttar.
Kristinn Jónsson
Fj árræktarfélagið Hnífill
Fjárræktarfélagið „Hnífill“ var stofnað
1943. Árið 1994 voru 1.184 ær á skýrslum
hjá 9 félagsmönnum, þær skiluðu 27,9 kg
af kjöti eftir hverja á með lambi.
Mestar afurðir voru hjá Eggerti Páls-
syni Kirkjulæk, 29,7 kg eftir 181 á, og
Jens Jóhannssyni Teigi, 29,3 kg eftir 238
ær.
Félagið minntist 50 ára afmælisins með
ferð upp að Hesti og Hvanneyri í Borgar-
firði.
Stjórn: Jens Jóhannsson Teigi formað-
ur, Garðar Halldórsson Lambalæk gjald-
keri og Kristinn Jónsson Staðarbakka
ritari.
Nautgriparæktarfélag
Fljótshlíðar
Félagið var stofnað 17. mars 1913,
stofnendur alls 18, fyrsti formaður Arnór
Einarsson Teigi. Félagar 1994 voru 8, þátt-
taka 40% miðað við fjölda innleggjanda úr
sveitinni. Meðalafurðir 4.379 kg. eftir
árskú. Eggert Pálsson Kirkjulæk var með
mestu afurðir eftir árskú 5.214 kg.
Fræðslu og kynnisferð var farin að
Hvanneyri.
Stjórn: Jón Olafsson Kirkjulæk, Ásta
Þorbjarnardóttir Grjótá og Erla Hlöðvers-
dóttir Sámstöðum.
Búnaðarfélag Fljótshlíðar
Búnaðarfélag Fljótshlíðar var stofnað
1892. í félaginu eru 43 félagar. Bún-
aðarfélagið rekur nokkur tæki sem það
leigir til félagsmanna o.fl. Einnig stóð fé-
lagið fyrir námskeiði í plægingum.
Afreksbikar Búnaðarsambands Suður-
lands hlaut að þessu sinni Jón Kristinsson
á Lambey fyrir myndlist. Þá veitti félagið
efsta hesti í gæðingasýningu 17. júní
farandbikar, en hann hlaut að þessu sinni
Hrannar Árna Jóhannssonar í Teigi.
Stjórn skipa: Formaður Eggert Pálsson
Kirkjulæk, ritari Kristinn Jónsson. Staðar-
bakka og meðstj. Jens Jóhannsson Teigi.
-171-