Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 160
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sveitarfélög
Rekstrarstjóm Sjúkrahúss Suðurlands.
Skólanefnd Skógaskóla.
Náttúruverndamefnd Rangárvallasýslu.
Skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga.
Skjala- og byggðasafnsnefnd safna-
hússins í Skógum.
Byggingarnefnd safnahússins í
Skógum.
Skólanefnd Menntaskólans á Laugar-
vatni.
Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suður-
lands.
Fulltrúaráð Brunabótafélags íslands.
Gróðurverndarnefnd Rangárvallasýslu.
Ritnefnd um sögu sýslunefnda Rangár-
vallasýslu.
Umferðaröryggisnefnd Suðurlands.
Samstarfsnefnd um miðhálendi íslands.
Ritnefnd Goðasteins.
Jarðanefnd Rangárvallasýslu.
Svo sem framangreind upptalning ber
með sér eru verkefnin margs konar. I
desember ár hvert er gerð fjárhagsáætlun
fyrir komandi ár. Sveitarfélögin greiða
mánaðarlegt framlag til héraðsnefndar til
að standa undir útgjöldum nefndarinnar.
Kostnaði er skipt milli sveitarfélaganna í
ákveðnum hlutföllum, miðað við íbúa-
fjölda, útsvarstekjur og tekjur af fast-
eignasköttum. Samkvæmt fjárhagsáætlun
fyrir árið 1994 var velta héraðsnefndar
tæpar 23 milljónir króna. Stærstu einstöku
útgjaldaliðimir voru framlag til byggingar
skjala- og byggðasafns í Skógum kr. 9.400
þús. og til byggingar Fjölbrautaskóla
Suðurlands kr. 2.500 þús. Af öðrum liðum
má nefna framlag til ritunar sögu
sýslunefnda Rangárvallasýslu, Sjúkrahúss
Suðurlands, Héraðsbókasafns og almanna-
varna Rangárvallasýslu. Þá veitti nefndin
fjármuni til Skógræktarfélags Rangárvalla-
sýslu, Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti
og til héraðsvöku Rangæinga, en á vegum
Héraðsnefndar Rangæinga hafa verið
haldnar slíkar samkomur undanfarin ár.
Héraðsnefndin hefur að auki styrkt kóra-
starfsemi í héraðinu, Oddafélagið, björg-
unarsveitir, Héraðssambandið Skarphéðin,
Samband sunnlenskra kvenna og fleiri
aðila. A vegum héraðsnefndar var gefinn
út vandaður kynningarbæklingur fyrir
ferðamenn þar sem getið er um helstu
þjónustuaðila í héraðinu og vakin athygli á
náttúruperlum og áningarstöðum í sýsl-
unni.
Héraðsnefndin heldur að jafnaði 4-6
fundi á ári auk fundar með þingmönnum
kjördæmisins. Stærsti fundur nefndarinnar,
svokallaður vorfundur, er haldinn fyrri
hluta júnímánaðar og stendur í tvo daga.
Héraðsnefndin skiptir með sér verkum
fyrri daginn og starfa þá þrjár vinnu-
nefndir; fjárhagsnefnd, veganefnd og alls-
herjarnefnd. Veganefnd gerir tillögur um
skiptingu vegafjár og á hennar fund eru
boðaðir fulltrúar Vegagerðar ríkisins. Á
vorfundi er kosinn formaður til eins árs og
enn fremur héraðsráð. Héraðsráð er skipað
þremur fulltrúum héraðsnefndar og vinnur
að ýmsum smærri málum sem héraðsnefnd
felur því. Framkvæmdastjóri héraðsnefnd-
ar sinnir og ýmsum verkefnum nefndar-
innar og annast fjárreiður og bókhald.
Þó að í hverri sýslu starfi héraðsnefnd
er misjafnt hversu víðtækum verkefnum
nefndunum er ætlað að sinna. Sumar hér-
aðsnefndir sinna nær eingöngu lögboðnum
verkefnum meðan aðrar starfa sem sam-
eiginlegur vettvangur sveitarstjórna í fleiri
málum. Héraðsnefnd Rangæinga er meðal
þeirra síðamefndu og allt frá stofnun hefur
nefndinni verið falið að sinna ýmsum
málum sem varða sveitarfélögin í sýslunni.
Þannig var stofnun Sorpstöðvar Rangár-
vallsýslu undirbúin af héraðsnefndinni, en
sorpstöðina reka nú 7 af 10 sveitarfélögum
sýslunnar. Þá hafa verið ræddar hugmyndir
um sameiginlega barnaverndarnefnd fyrir
sýsluna og byggingafulltrúa, þó að ekki
hafi verið teknar ákvarðanir í þeim efnum.
-158-