Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 123
Goðasteinn 1995
Vatnajökull hefur stórlega þynnst og
dregið sig til baka með batnandi veðr-
áttu á þessari öld. Einnig hefur sú veðr-
áttubreyting valdið einhverju sjávar-
borðsrisi, en ekki nærri eins miklu og
nemur landrisinu. Auk þess hefur
borist mikið af seti fram í fjörðinn frá
jöklunum og þannig hafa komið upp
stórar sandeyrar þar sem áður voru
siglingaleiðir. Skeiðarársandur hefur
verið að teygja sig fram til hafs hægt
og rólega á umliðnum öldum. Það sést
m.a. af því hvernig flök þeirra skipa
sem þar hafa strandað eru sífellt fjær
ströndinni eftir því sem tíminn líður.
Hér er setframboð mikið og hefur
yfirhönd yfir sjávarrofinu og landið er
auk þess að rísa í seinni tíð vegna
rýrnunar Vatnajökuls. Á hinu eldvirka
svæði Reykjanesskagans á sér stað
mikil upphleðsla á hraunum. Þessi
haun virka sem aukið farg á landið og
það sígur. Sigið nær alllangt út fyrir
sjálfan skagann, vegna þess að hraun-
unum er hlaðið ofan á tiltölulega stífa
jarðskorpu, sem sveigist undan farginu.
Sigið minnkar því með vaxandi fjar-
lægð. Af þessum sökum hefur átt sér
stað mikið landbrot víða í nágrenninu
og má sérstaklega benda á Ægisíðuna í
Reykjavrk í því sambandi og hvernig
hún hefur hörfað á þessari öld og Hofs-
vík á Kjalarnesi. Einnig má minna á
örlög Hólmakaupstaðar við Örfirisey í
þessu sambandi, en þar sem hann stóð
forðum eru nú ber smásker upp úr sjó.
Víðast hvar umhverfis byggðir á
Reykjanesskaga og í nágrenni hans
hefur orðið að bregðast við landbroti
sem á orsakir í þessu landsigi með
vamargörðum.
Heimildir
E. C. F. Bird, 1984. Coasts. An introduction to
coastal geomorphology. Basil Blackwell,
Oxford. 320 bls.
A. L. Bloom, 1965. The explanatory descrip-
tion of coasts. Zeitschrift fiir Geomorpho-
logi, 9. Bls. 422-436.
R. W. G. Carter, 1988. Coastal environments.
An introduction to physical, ecological and
cultural systems of coastlines. Academic
Press, London. 617 bls.
W. E. Galloway, 1975. Process framework for
describing the morphologic and strati-
graphic evolution of deltaic depositinal
systems. Bls. 87-98 í: Deltas: Models for
exploration (ritstjóri M. L. Broussard).
Houston Geological Society. Houston.
Ólafur Ingólfsson, 1987. The late weichselian
glacial geology of the Melabakkar-
Asbakkar coastal cliffs, Borgarfjörður, W-
Iceland. Jökull, 37. Bls. 57-81.
Páll Imsland og Þorleifur Einarsson, 1991.
Sjávarflóð á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Um tíðni þeirra og orsakir og rannsóknir á
strandjarðfræði hérlendis. Raunvísinda-
stofnun Háskólans, Reykjavík. RH-01-91.
71 bls.
Páll Imsland, 1992. Strandflóð við Suðvestur-
land. Um tíðni þeirra og hugsanlegar
orsakir. Árbók VFÍ1991/92. Bls. 276-302.
J. Pethick, 1984. An Iintroduction to coastal
geomorphology. Edward Arnold, London.
260 bls.
H. Valentin, 1952. Die Kiisten der Erde.
Petermanns Geograhpische Mitteilungen,
Erganzungsheft 246. 118 bls.
Þorleifur Einarsson, 1991. Myndun og mótun
lands. Jarðfræði. Mál og menning, Reykja-
vík. 299 bls.
-121-