Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 169
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Sveitarfélög
Austur-Landeyjahreppur
í árslok voru íbúar 198, 100 karlar og
98 konur. 0-18 ára voru 75 eða 37,9%, 19-
66 ára voru 114 eða 57,6% og 67 ára og
eldri 9 eða 4,5%.
Æ fleiri íbúar hreppsins hafa orðið
tekjur af öðru en búskap, þó að enn sé sú
atvinnugrein lang veigamest og verður svo
vafalaust áfram. 52,6% þeirra sem eru á
aldrinum 19-66 ára reka búskap og all-
margir til viðbótar eru í kaupavinnu á
sveitabæjum.
Bústofn í hreppnum var sem hér segir:
Nautgripir 1.842, ær, hrútar og gemlingar
4.095, hross 2.434, fiðurfé 89. Heyfengur
var 178.000 m3.
Kosningar
Lögboðnar kosningar til sveitarstjórnar
fóru fram í júnímánuði. Kosningu í hrepps-
nefnd hlutu: Elvar Eyvindsson Skíðbakka
2, Svava B. Helgadóttir Álftarhól, Hrafn-
kell Stefánsson Kúfhól, Árni Erlendsson
Skíðbakka 3 og Olafur Oskarsson Gular-
ási. Oddviti var kosinn Elvar Eyvindsson.
Skóli
Grunnskólinn í Gunnarshólma var
starfræktur með venjubundnu sniði.
Nemendur voru 27. Fastir kennarar voru 3
í um 2,5 stöðugildum og nokkrir stunda-
kennarar að auki. Þrír efstu bekkir
grunnskóla eru svo kenndir í Hvolsvelli.
Ferðamenn
Ferðamannastraumur hefur aukist tals-
vert í hreppnum, langmest vegna Bakka-
flugvallar. Lokið var við byggingu far-
þegaskýlis þar á árinu og byrjað á grunni
að 16 bíla geymsluhúsnæði. Um völlinn
fara stöðugt fleiri og skipta orðið þúsund-
um og má segja að loftbrú sé til Vest-
mannaeyja frá júníbyrjun til ágústloka. í
félagsheimilinu Gunnarshólma er góð
aðstaða fyrir ættarmót og nýta sér það
| nokkrir hópar á hverju ári. Þá er það
' áfangastaður í reiðferðum Fjallahesta hf. I
Vatnshól er tjaldstæði sem tekið var í
notkun árið 1993.
Framkvæmdir
Kreppa í landbúnaði segir til sín í
litlum byggingaframkvæmdum og var
aðeins hafin bygging á einu húsi í hreppn-
um, það er íbúðarhús. Áhyggjuefni er hve
lítið er framkvæmt og þarf að verða breyt-
ing á því á næstu árum ef búskapur á að
halda áfram að dafna.
Lokið var við undirbyggingu vegarins
að Gunnarshólma og verður hann, þegar
slitlag er komið, mikil samgöngubót. Mjög
áríðandi er að hafist verið handa á allra
j næstu árum við að setja bundið slitlag á
| veginn að Bakkaflugvelli, en þar er
umferðin orðin meiri en núverandi vegur
þolir.
Elvar Eyvindsson
Búnaðarfélag Austur-
Landeyja
Félagið var stofnað árið 1890. Fljótlega
urðu flestir bændur sveitarinnar félagar.
Markmið félagsins var og er að stuðla að
: ræktun lands og búpenings. Árið 1946 var
stofnað Ræktunarsamband Landeyja af
búnaðarfélögunum í báðum Landeyjum.
Keypt var jarðýta og síðar traktor ásamt
tilheyrandi tækjum til jarðvinnslu. Flýtti
þetta mikið fyrir stækkun túna sem þýddi
meiri og betri heyfeng. Ræktunarsamband
-167-