Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 45
Goðasteinn 1995
Sr. Sváfnir Sveinbjarnarson á Breiðabólsstað:
En sú dýrð er aftur morgnar...
Um Ólaf Túbals listmálara
„Fyrstu geislar glóa á tindum,
gullið myndast sólarflóð.
Náttúran í nýjum myndum,
nýjan kveður morgunóð
Þessi fagra lofgjörð
um rísandi sól og töfra
náttúrunnar í myndum og
tónum er úr Ijóði eftir
listamanninn Olaf Túbals
í Múlakoti.
Hann var fjölhæfur
listamaður og bjó yfir
hæfileikum á sviði skáld-
skapar og tónlistar - auk
myndlistarinnar, sem
hann helgaði sig einkum
og varð landsþekkur fyrir,
þjóðkunnur listmálari fyrir verk sín.
Honum auðnaðist þó ekki, fremur
en svo mörgum öðrum listhneigðum
einstaklingum fyrr á tíð, að helga sig
listinni eingöngu og af óskiptum kröft-
um, því að hann hlaut einnig að vinna
fyrir sér og fjölskyldu sinni við mál-
araiðn, húsamálun, sem hann lærði
ungur, - og við búskap og veitinga-
rekstur síðari hluta ævinnar. Otal
dæmi, og sum átakanleg, þekkjum við
þess frá fyrri tíð og frarn á okkar daga,
hvernig listhneigð og andlegir
hæfileikar fengu ekki að njóta sín
vegna aðstæðna, vegna harðrar lífs-
baráttu og einhæfra atvinnu- og sam-
félagshátta. Úr þessu tók samt að rætast
upp úr síðustu alda-
mótum, með aldamóta-
kynslóðinni svonefndu, -
og með fengnu frelsi og
vaxandi menntunarmögu-
leikum. Enda komu þá
fram afburðamenn og
brautryðjendur í hinum
ýmsu listgreinum, - læri-
feður og fyrirmyndir fjöl-
margra listamanna, sem
sett hafa svip á þjóðlíf og
menningu á þessari öld.
Það má þó segja, að ein hafi verið sú
listgrein, sem fyrr tók að blómstra en
aðrar, og raunar hafði lifað af hinar
myrku aldir íslandssögunnar, en það er
að sjálfsögðu skáldskaparlistin og
ritlistin, sem byggði á skáldskap og
sagnahefð sögualdar, og dró einnig
Erindi flutt við opnun sýningar á
málverkum eftir Ólaf Túbals
listmálara, að Goðalandi í
Fljótshlíð 15. nóvember 1991.
-43-