Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 207
ANNALAR
Goðasteinn 1995
Kvenfélög
/
Kvenfélagið Framtíðin, Asahreppi
Kvenfélagið er stofnað 18. sept. 1962.
Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var
frú Brynhildur Jónsdóttir í Sumarliðabæ.
Stofnfélagar voru 22. Eins og önnur kven-
félög vinnur kvenfélagið í Ásahreppi að
ýmsum mannúðar- og menningarmálum.
Félagar eru nú 19, aðaltekjuöflun
félagsins er af matar- og kaffisölu, oftast í
samstarfi við kvenfélögin í Holta- og
Landsveit, en á seinni árum hafa þessi
félög unnið meira og minna saman.
Farið er í heimsókn á Dvalarheimilið
Lund einu sinni á ári og höfum við ávallt
leitað til Grétars Geirssonar í Áshól okkur
til liðsinnis, en hann hefur spilað á harmo-
nikku fyrir viðstadda, sem allir kunna vel
að meta.
Heilsugæslustöðina á Hellu svo og
Dvalarheimilið Lund höfum við styrkt, oft
í samvinnu við hin kvenfélögin í læknis-
héraðinu. Kvenfélögin í Hellulæknishéraði
standa saman að Olafssjóði, minningar-
sjóði um fyrrum héraðslækni á Hellu.
Þessi sjóður var þess megnugur á síðasta
ári þegar hjúkrunardeildin að Lundi var
tekin í notkun að gefa öll 12 rúmin á deild-
ina að upphæð liðlega tvær miljónir króna.
Kvenfélagið tók þátt í „Töðugjöldum“
sem voru á Hellu í lok ágúst. Fyrir hönd
kvenfélagsins söng Frændkórinn nokkur
lög við kvöldverðarveislu á Laugalandi.
Kórinn skipa systkinabörn, afkomendur
hjónanna Jóns Gíslasonar og Þórunnar
Pálsdóttur frá Norðurhjáleigu í Álftaveri,
en mörg þeirra eru búsett í Ásahreppi eða
fædd þar. Stjórnandi kórsins er eitt syst-
kinabarnanna, Eyrún Jónasdóttir frá
Kálfholti.
Stjóm félagsins skipa: Jórunn Eggerts-
dóttir Lækjartúni, Hlín Magnúsdóttir Sum-
arliðabæ og Sigríður Sveinsdóttir Ásmund-
arstöðum.
Jórunn Eggertsdóttir
Kvenfélagið Freyja, A.-Landeyjum
Aðalfundur Freyju var haldinn í
Gunnarshólma 7. febrúar 1994.
í skýrslu stjórnar kom fram að flestir
hefðbundnir þættir voru á sínum stað, svo
sem réttarball, spilakvöld, fjölskylduferð
og ferðalag með aldraða í samvinnu við
Kvenfélögin Bergþóru og Eygló. Einnig
var sýnikennsla í skreytingum á aðventu-
krönsum eitt kvöld og annað kvöld með
alls kyns jólaföndri.
Heiðar snyrtir kom tvö kvöld með nám-
skeiðið „Fatastíll og framkoma“.
Þann 12. mars hélt félagið upp á 60 ára
afmæli sitt með vel heppnuðu hófi í Gunn-
arshólma.
Á undanförnum árum hefur félagið
boðið félagskonum og eiginmönnum
þeirra út að borða einhverntíma vorsins.
Vegna ýmissa stórra útgjaldaliða var
ákveðið að spara og sleppa þessari ferð s.l.
vor.
Hinn árlegi vetrarfagnaður var felldur
niður og farið í staðinn í hópferð á söng-
leikinn Hárið. Fyrir sýningu var farið og
borðað á veitingahúsinu Lækjarbrekku. 31
tóku þátt í þessari ferð.
Eins og undanfarin ár styrktum við
ferðasjóð skólabarna og aðstoðuðum við
að kenna þeim félagsvist. Við sjáum um
þrif á kirkjum og leggjum ýmsum líknar-
-205-