Goðasteinn - 01.09.2003, Page 138
Goðasteinn 2003
Egla - ef hann kom að sköpun hennar - og svo auðvitað kveðskapur hans sjálfs.
Dróttkvæðin voru mikilvæg í að skapa ímynd norrænna höfðingja á miðöldum.
Lofkvæði höfðu verið stöðutákn höfðingja og konunga á Norðurlöndum og
Bretlandseyjum allt frá heiðni þegar Bragi Boddason kvað um Ragnar loðbrók og
Harald hárfagra. í þeim voru ævi og afrek konunganna mærð og jafnvel sett í
samhengi við goðsögurnar sjálfar. Imyndasmíð skáldanna í kvæðum gegndi sama
hlutverki og auglýsingar nútímans; án þeirra voru höfðingjarnir og mikilmennin
ekki til. En kvæðin gegndu öðru og stærra hlutverki á tíma Snorra. Þrátt fyrir að
kristni væri lögtekin um 1000 urðu dróttkvæðin, sem áttu rætur sínar í átrúnaði og
samfélagi heiðninnar, áfram þungamiðjan í munnlegri mennt og síðan bókmenn-
ingu íslendinga, eins og verk Snorra Sturlusonar eru bestu vitnin um. Þau urðu
bindiefnið í menningunni og tengdu munnlega menningararfleifð Islendinga og
þá latnesku bókmenningu sem kom inn í landið með kristninni. Þetta hlutverk
dróttkvæða í íslenskum miðaldabókmenntum er algjörlega einstakt þegar litið er
til bókmennta Evrópu á miðöldum og kveðskapurinn er kannski ein ástæða þess
hve íslenskar bækur eru ólíkar öðru því er ritað var á þrettándu öld. Sættir milli
erlendra bókmenntastrauma og íslenskrar hefðar tókust á tólftu öld, þeirri öld sem
skóp rithöfundinn og skáldið Snorra Sturluson í Odda. Astæða er til að skoða
nánar þetta afrek íslenskra lærdómsmanna sem sýnir sjálfstæði þeirra og trú á
eigin menningu þegar alda erlendrar bókmenningar gekk yfir landið. En í hverju
fólst þetta afrek? Það er lærdómsríkt að íhuga aðferð þeirra við að snúa erlendum
menntum upp á gömul íslensk kvæði nú þegar hræðsluraddir heyrast um íslenska
menningu. Svar þeirra var að taka hinum nýju straumum fagnandi og endurskapa
á frumlegan hátt sína eigin menningararfleifð.
2
Staða dróttkvæða í íslenskri bókmenningu á tólftu öld og síðar verður ekki
skilin til hlítar nema draga fram mikilvægi kveðskapar í formlegri menntun á
íslandiJ31 Heimildir um elstu skóla og kennsluefni eru rýrar og raunar verður að
ráða af líkum og með samanburði við skóla í öðmm löndum hvernig kennslu var
háttað í Odda, Haukadal, Skálholti og á Hólum á tólftu öld.141 Hins vegar þarf ekki
að efast um að grundvallarnámsgreinin í þessum skólum var svokölluð gramma-
tica. Hún var undirstöðugrein allrar frekari menntunar á miðöldum. í þeirri grein
fólst ekki aðeins kennsla í latínu og málfræði, heldur leiðsögn í málskrúðsfræði,
þ.e. í stílbrögðum, svo sem í beitingu myndmáls í kveðskap. I latneskum bók-
heimi voru kennsludæmin tekin úr klassískum bókmenntum og voru nemendur
því handgengnir höfundum eins og Virgli, Ovídíusi og Hórasi. Gera má ráð fyrir
því að þessi skáld hafi verið lesin í íslenskum skólum, þó að aðeins Ovídíus sé
nefndur berum orðum í heimildum um þetta tímabiL5' En hitt sætir meiri tíðindum
-136-