Goðasteinn - 01.09.2011, Page 58

Goðasteinn - 01.09.2011, Page 58
56 Goðasteinn 2011 Það var hald manna, að Jón myndi hafa komizt þangað, sem gimbrar hans voru niður komnar, er hann fór í lengstu leitina veturinn áður. Myndi hann þá hafa komizt í kast við útilegumann þann, er hann sá í Bakkabúð á lestunum, og hefðu þeir þar þekkt hvor annan. Myndi Jón hafa veitt honum sár það, er örið var eftir á enni hans, en þó eigi tekizt að ná frá honum gimbrunum og átt fótum sínum fjör að launa. Hins vegar hefði útilegumaðurinn sent Jóni drauginn í hefndarskyni fyrir áverkann. (GJ ii, 157-158) Útgefandi segir í eftirmála við söguna að Margrét hafi sagst muna eftir þessum atburði, þegar faðir hennar braut upp hurðina á flótta undan draugnum. Þá má reikna með að hún hafi verið orðin að minnsta kosti 5 ára og þetta hafi þá gerst einhvern tíma eftir 1810. Margrét giftist aldrei en hefur verið í vinnumennsku, m.a. í Snjallsteinshöfða (Valgeir Sigurðsson 1982, 297) og árið 1835 er hún skráð vinnukona í Hjallanesi hjá Sveinbirni bróður sínum. (Manntalsvefur Þjóðskjalasafns Íslands) Varla hefur hún verið mikið eldri en 16 ára þegar hún fór að heiman, svo hægt er að reikna með að áflogin sem Jón lenti í hafi átt sér stað milli 1810 og 1820. Þess vegna hengdi ég mig í nótt Í iX. hefti sagnaþátta Guðna Jónssonar sem kom út árið 1951 er enn ein útgáfa þessarar sögu. Þar er ekki getið heimildamanns og hún virðist ekki sögð af sömu staðþekkingu og hinar gerðirnar. forsagan af týndu gimbrunum er horfin en frásögnin hefst í lestarferð til Eyrarbakka, þar sem Jón hefur með sér efnilegan 17 ára son sinn ónafngreindan. Bóndinn er sagður frá Næfurholti en er nú orðinn „manna auðgastur þar um sveitir“. Í Bakkabúð fer hann fram á að fá afgreiðslu strax en afgreiðslumaður segir að margir séu á undan honum „enda var hann að tala við mann einn, sem Jón þekkti ekki. Var sá mjög skuggalegur og vægast sagt ljótur.“ Jóni mislíkar og segir að honum sé nær að afgreiða sig en standa og tala við menn sem hann sé búinn að afgreiða. upphefst orðaskak sem endar með því að sá ókunni ræðst á Jón sem tekur vel á móti, slengir honum niður og gefur „á kjaftinn“. Maðurinn hverfur á braut með þeim orðum að hann hafi aldrei látið menn eiga lengi inni hjá sér slíka meðferð. Afgreiðslumaðurinn ráðleggur honum að fara á eftir honum og friðmælast við hann því ekki hafi farið vel fyrir þeim sem hafi gert eitthvað á móti honum. Maðurinn sé vestan af fjörðum en búi nú uppi í ytrihrepp. „Jón kvaðst ekki nenna því“. Sagan segir að konu Jóns hafi orðið um og ó þegar hún heyrði af atburðinum. Nærri jólaföstu er Jón að koma úr Haukadal þegar eitthvað kastast upp á herðar honum. Nú er Stóristeinn ekki nefndur sem bendir til þess að sögumaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.