Goðasteinn - 01.09.2011, Síða 58
56
Goðasteinn 2011
Það var hald manna, að Jón myndi hafa komizt þangað, sem gimbrar
hans voru niður komnar, er hann fór í lengstu leitina veturinn áður.
Myndi hann þá hafa komizt í kast við útilegumann þann, er hann
sá í Bakkabúð á lestunum, og hefðu þeir þar þekkt hvor annan.
Myndi Jón hafa veitt honum sár það, er örið var eftir á enni hans,
en þó eigi tekizt að ná frá honum gimbrunum og átt fótum sínum
fjör að launa. Hins vegar hefði útilegumaðurinn sent Jóni drauginn
í hefndarskyni fyrir áverkann. (GJ ii, 157-158)
Útgefandi segir í eftirmála við söguna að Margrét hafi sagst muna eftir þessum
atburði, þegar faðir hennar braut upp hurðina á flótta undan draugnum. Þá má
reikna með að hún hafi verið orðin að minnsta kosti 5 ára og þetta hafi þá gerst
einhvern tíma eftir 1810. Margrét giftist aldrei en hefur verið í vinnumennsku,
m.a. í Snjallsteinshöfða (Valgeir Sigurðsson 1982, 297) og árið 1835 er hún
skráð vinnukona í Hjallanesi hjá Sveinbirni bróður sínum. (Manntalsvefur
Þjóðskjalasafns Íslands) Varla hefur hún verið mikið eldri en 16 ára þegar hún
fór að heiman, svo hægt er að reikna með að áflogin sem Jón lenti í hafi átt sér
stað milli 1810 og 1820.
Þess vegna hengdi ég mig í nótt
Í iX. hefti sagnaþátta Guðna Jónssonar sem kom út árið 1951 er enn ein
útgáfa þessarar sögu. Þar er ekki getið heimildamanns og hún virðist ekki sögð
af sömu staðþekkingu og hinar gerðirnar. forsagan af týndu gimbrunum er
horfin en frásögnin hefst í lestarferð til Eyrarbakka, þar sem Jón hefur með sér
efnilegan 17 ára son sinn ónafngreindan. Bóndinn er sagður frá Næfurholti en
er nú orðinn „manna auðgastur þar um sveitir“. Í Bakkabúð fer hann fram á að
fá afgreiðslu strax en afgreiðslumaður segir að margir séu á undan honum „enda
var hann að tala við mann einn, sem Jón þekkti ekki. Var sá mjög skuggalegur
og vægast sagt ljótur.“ Jóni mislíkar og segir að honum sé nær að afgreiða sig
en standa og tala við menn sem hann sé búinn að afgreiða. upphefst orðaskak
sem endar með því að sá ókunni ræðst á Jón sem tekur vel á móti, slengir honum
niður og gefur „á kjaftinn“. Maðurinn hverfur á braut með þeim orðum að hann
hafi aldrei látið menn eiga lengi inni hjá sér slíka meðferð. Afgreiðslumaðurinn
ráðleggur honum að fara á eftir honum og friðmælast við hann því ekki hafi
farið vel fyrir þeim sem hafi gert eitthvað á móti honum. Maðurinn sé vestan af
fjörðum en búi nú uppi í ytrihrepp. „Jón kvaðst ekki nenna því“. Sagan segir að
konu Jóns hafi orðið um og ó þegar hún heyrði af atburðinum.
Nærri jólaföstu er Jón að koma úr Haukadal þegar eitthvað kastast upp á
herðar honum. Nú er Stóristeinn ekki nefndur sem bendir til þess að sögumaður