Goðasteinn - 01.09.2011, Side 114
112
Goðasteinn 2011
eins og sést á lýsingum manna sem fóru frekar yfir Þjórsá hjá Sandhólaferju,
því þangað lágu slóðirnar, en ekki í vegleysurnar hjá Þjórsárbrú.
Sigurður thoroddsen, landsverkfræðingur, sem kynnt hafði sér vega- og
brúargerð í Noregi, lét endurbæta veginn austur. Mældi hann fyrir nýjum
Kambavegi, en sá fyrri hafði verið lagður 1879 og var svo brattur að hann nýtt-
ist lítið, en endurgerð Sigurðar 15 árum síðar breytti miklu til batnaðar. flóa-
vegurinn frá Ölfusá að Þjórsá var lagður 1896 og 1897. Að vísu voru ekki allir
jafn ánægðir með þá braut þar sem Sigurður þráaðist við að hlýða flóabændum
með að sveigja brautina að bæjunum heldur lét hann hana liggja sem skemmsta
leið milli brúnna.6
Síðan er það hinn 17. júní árið 1900 að flutningur póstsins hefst á vagni
austur í Rangárvallasýslu. Með póstvögnunum varð Ægissíða að mikilvægri
samgöngumiðstöð en þeir komust ekki lengra austur, fyrr en eftir komu brúar-
innar yfir Ytri-Rangá árið 1912. Þessi fyrsti póstvagn var fjórhjólaður og rúm-
aði 4-5 menn og þótti ýmsum mikil þægindi af.7
Árið 1912 kom að þeim stóra áfanga að ytri-Rangá var brúuð. Var þar um að
ræða járnbrú sem hafði burðarstyrkinn í háu handriði. Hún var vígð í hellirign-
ingu af Hannesi Hafstein þá nýorðnum ráðherra í annað sinn, hinn 31. ágúst
1912. Við það tækifæri var sungið vígsluljóð sem Guðmundur Guðmundsson
skólaskáld frá Hrólfstaðahelli orti.8 Þar sem brúin var hönnuð og tekin í notk-
un áður en bílaöld hófst á Íslandi var hún ekki gerð fyrir stærri farartæki en
hestvagna en dugði þó, með herkjum oft, allt til ársins 1960 er ytri-Rangá var
aftur brúuð.
Vegir og brýr eru forsenda þéttbýlismyndunar á hinu hafnlausa Suðurlandi.
Þannig var það á Selfossi, Hellu og Hvolsvelli, stöðum sem verða til sem þjón-
ustumiðstövar sveitanna. Frá því að fyrri brúin yfir Ytri-Rangá var gerð og þar
til landnámsmaður Hellu kemur 1927, liðu 15 ár. Húnvetningurinn Þorsteinn
Björnsson sem fæddur var 10. des. árið 1886 í moldarkofa sem faðir hans, hinn
kappsfulli búhöldur Björn eysteinsson oftast kenndur við Grímstungu í Vatns-
dal, reisti fram á heiði, á stað sem nefndur er í forsæludalskvíslum en bæinn
nefndi hann Réttarhól.9
Þorsteinn hafði sjálfur reynt að búa á tveim jörðum í Húnaþingi áður en hann
flutti sig suður yfir heiðar. Fyrst í Grímstungu í Vatnsdal á móti bróður sínum
6 Magnús Grímsson, „um vegagerð og hestvagnaferðir á Suðvesturlandi“,
landnám ingólfs 2 (Reyjavík 1985), bls. 89 og 93.
7 Helgi Valtýsson. Söguþættir landpóstanna. 1. bindi (Akureyri 1942), bls. 22-23.
8 Lögrétta 46. tbl. 4. sept. 1912, bls. 173 og 7. sept. 1912, bls. 177.
9 Þorsteinn Björnsson í Selsundi, viðtal (J.Ö.M) fyrri hluti, Tíminn Sunnudagsblað,
5. mars 1967, bls.197.