Goðasteinn - 01.09.2011, Page 114

Goðasteinn - 01.09.2011, Page 114
112 Goðasteinn 2011 eins og sést á lýsingum manna sem fóru frekar yfir Þjórsá hjá Sandhólaferju, því þangað lágu slóðirnar, en ekki í vegleysurnar hjá Þjórsárbrú. Sigurður thoroddsen, landsverkfræðingur, sem kynnt hafði sér vega- og brúargerð í Noregi, lét endurbæta veginn austur. Mældi hann fyrir nýjum Kambavegi, en sá fyrri hafði verið lagður 1879 og var svo brattur að hann nýtt- ist lítið, en endurgerð Sigurðar 15 árum síðar breytti miklu til batnaðar. flóa- vegurinn frá Ölfusá að Þjórsá var lagður 1896 og 1897. Að vísu voru ekki allir jafn ánægðir með þá braut þar sem Sigurður þráaðist við að hlýða flóabændum með að sveigja brautina að bæjunum heldur lét hann hana liggja sem skemmsta leið milli brúnna.6 Síðan er það hinn 17. júní árið 1900 að flutningur póstsins hefst á vagni austur í Rangárvallasýslu. Með póstvögnunum varð Ægissíða að mikilvægri samgöngumiðstöð en þeir komust ekki lengra austur, fyrr en eftir komu brúar- innar yfir Ytri-Rangá árið 1912. Þessi fyrsti póstvagn var fjórhjólaður og rúm- aði 4-5 menn og þótti ýmsum mikil þægindi af.7 Árið 1912 kom að þeim stóra áfanga að ytri-Rangá var brúuð. Var þar um að ræða járnbrú sem hafði burðarstyrkinn í háu handriði. Hún var vígð í hellirign- ingu af Hannesi Hafstein þá nýorðnum ráðherra í annað sinn, hinn 31. ágúst 1912. Við það tækifæri var sungið vígsluljóð sem Guðmundur Guðmundsson skólaskáld frá Hrólfstaðahelli orti.8 Þar sem brúin var hönnuð og tekin í notk- un áður en bílaöld hófst á Íslandi var hún ekki gerð fyrir stærri farartæki en hestvagna en dugði þó, með herkjum oft, allt til ársins 1960 er ytri-Rangá var aftur brúuð. Vegir og brýr eru forsenda þéttbýlismyndunar á hinu hafnlausa Suðurlandi. Þannig var það á Selfossi, Hellu og Hvolsvelli, stöðum sem verða til sem þjón- ustumiðstövar sveitanna. Frá því að fyrri brúin yfir Ytri-Rangá var gerð og þar til landnámsmaður Hellu kemur 1927, liðu 15 ár. Húnvetningurinn Þorsteinn Björnsson sem fæddur var 10. des. árið 1886 í moldarkofa sem faðir hans, hinn kappsfulli búhöldur Björn eysteinsson oftast kenndur við Grímstungu í Vatns- dal, reisti fram á heiði, á stað sem nefndur er í forsæludalskvíslum en bæinn nefndi hann Réttarhól.9 Þorsteinn hafði sjálfur reynt að búa á tveim jörðum í Húnaþingi áður en hann flutti sig suður yfir heiðar. Fyrst í Grímstungu í Vatnsdal á móti bróður sínum 6 Magnús Grímsson, „um vegagerð og hestvagnaferðir á Suðvesturlandi“, landnám ingólfs 2 (Reyjavík 1985), bls. 89 og 93. 7 Helgi Valtýsson. Söguþættir landpóstanna. 1. bindi (Akureyri 1942), bls. 22-23. 8 Lögrétta 46. tbl. 4. sept. 1912, bls. 173 og 7. sept. 1912, bls. 177. 9 Þorsteinn Björnsson í Selsundi, viðtal (J.Ö.M) fyrri hluti, Tíminn Sunnudagsblað, 5. mars 1967, bls.197.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.