Goðasteinn - 01.09.2011, Page 168
166
Goðasteinn 2011
látur og börnin hans og ekki síður sonardæturnar nutu kærleika hans í ríku
mæli, því það var allt sem hann vildi gera fyrir þau. Hann var heimakær og
Anna var honum allt og hann vissi að hann var vel kvæntur. Þau voru samtaka
í stóru sem smáu, stóðu þétt saman að uppeldi barna sinna og höfðu yndi af
skepnum og ræktun og öllum hinum fjölþættu störfum sem þau tókust á við á
búgarðinum í danmörku.
draumur hans um framgöngu í hrossarækt og að geta lifað af því að koma
íslenska hestinum á framfæri, rættist i danmörku
Bjarna var margt til lista lagt og ódeigur að takast á við nýstárleg verkefni.
Hann var drengur góður, greiðvikinn og vinafastur. Hann var hreinskiptinn og
ekkert fjær honum en að sýnast en vera ekki.
Baráttan við illvígan sjúkdóm sem við kunnum engin ráð við stóð um nokkra
hríð og hann tókst á við hann af æðruleysi. Bjarni andaðist 29. janúar 2010
í danmörku. Útför hans var gerð frá Selfosskirkju 28. júní og duftker hans
greftrað í Garðakirkjugarði.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir
eggert ingvar ingólfsson
eggert ingvar ingólfsson fæddist þann 15. maí 1940 í
Neðri-dal undir eyjafjöllum. foreldrar hans voru hjónin
þar ingólfur ingvarsson og Þorbjörg eggertsdóttir. Hann
var elstur fimm systkina en þau eru; Guðbjörg Lilja,
Svala, tryggvi og fóstursystirin Ásta Gréta Björnsdóttir.
ingvar ólst upp í Neðri-dal, þar sem heiðarleiki og
vinnusemi var í hávegum höfð og áhersla lögð á að vera
sjálfum sér nógur um flesta hluti. Hann sýndi strax óbil-
andi áhuga á vélum og alls kyns tækjum og til að skilja og átta sig á í hverju eðli
hlutarins lægi, þá reif hann þá í sundur, skoðaði og setti síðan saman á ný.
Hann hóf ungur störf hjá Vegagerðinni á sumrin en fór á veturna í mörg ár
á vertíðir til Vestmannaeyja. Síðar kom hann í land og hóf að vinna hjá Kaup-
félagi Rangæinga á Hvolsvelli, fór á námssamning hjá þeim og varð vélvirkja-
meistari 1970. fljótlega upp úr því og einnig á sumrin með námi, hóf hann að
starfa hjá verktakafyrirtækinu Suðurverk og vann þar til dauðadags.
fyrri eiginkona ingvars var Aðalheiður Sæmundsdóttir frá Heylæk. Börn
þeirra eru þrjú; Guðlaug f. 1963, ingólfur f. 1966 og Sæmundur f. 1969.
Seinni eiginkona hans er Helga fjóla Guðnadóttir og gengu þau í hjónaband
8. nóv. 1980 og síðan þá hefur hún verið hans stoð og stytta. Þau eignuðust þrjá