Goðasteinn - 01.09.2011, Side 200
198
Goðasteinn 2011
að vinna saman, vera saman og ræða saman og upplifa þannig orð prestsins
frá giftingardegi 20. júní 1965 að þau tvö væru eitt. Þeim búnaðist vel, kúabú
þeirra varð með bestu kúabúum landsins, hárri meðalnyt og góðri afkomu.
Ólafur þakkaði Bóel þennan árangur. Hann var eins og frá æsku staðfastur með
sína bernskutrú, sem byggði á orðum Heilagrar ritningar og í pólitík var hann
líka óbifanlegur, alltaf Sjálfstæðismaður, sem sagði sínar skoðanir, jafnt við
alþingismenn sem og aðra, með stefnu og markmið flokksins á hreinu. Hann
var í sveitarstjórn Austur-eyjafjallahrepps í mörg ár og síðasti oddviti Austur-
eyjafjallahrepps fyrir sameiningu sveitar-félaganna frá 1999 til 2002. Þá reyndi
oft á hann, en hann reyndi alltaf að gera sitt besta og því sárnaði honum þeg-
ar óvægnar ásakanir voru settar fram, eins og getur gerst þegar skoðanir eru
skiptar. Hann var einnig lengi í stjórn Kaupfélagsins Þórs á Hellu og stofnfélagi
sláturhúsins þar og vildi þannig stuðla að samkeppni sláturhúsa.
Börnin fluttu að heiman og stofnuðu sín heimili. Árið 1992 kom Rósa Iris
með manni sínum Róberti Má Jónssyni og börnum þeirra á heimilið til að tak-
ast á við búskapinn með þeim. Árið 1994 veiktist Bóel og tókst á við alvarleg
veikindi til dánardags í ársbyrjun 1996. Þetta reyndi mjög á Óla, sem fannst
eftir þetta hann vera eins og hálfur maður án hennar.
Við tók nýr tími, Anna Björk kom með manni sínum Kristni Stefánssyni og
börnum inn í félagsbú með Óla og búið var stækkað með endurbyggðu fjósi og
með mikilli gleði fylgdist Óli með framförum í landbúnaðinum, sem dóttir og
tengdasonur stóðu að. Afar kærir vinir hans Þráinn og Svana tóku hann með í
fyrstu bændaferðirnar út um heim, sem varð mikið framhald á. Hann ferðaðist
í þessum bændaferðum ár eftir ár um alla Mið-evrópu, til færeyja og víðar og
eignaðist vini í hverri ferð, sem hann hafði síðan samskipti við, því ófeiminn
spurði hann samferðamenn frétta og hvaðan þeir væru og samtalið hélt áfram
með gleði hans og gáska.
Hann var hrókur fagnaðar og lagði sitt til mála, vel lesinn og fylgdist vel með
fréttum, sem hann hafði sínar skoðanir á. Hann studdi starf kirkjunnar, sem
hér er þakkað fyrir og var sóknarnefndarformaður eyvindarhólakirkju 1997 til
2002.
Árið 2006 fékk hann hjartaáfall og eftir það tókst hann á við önnur veikindi
og sjúkrahúslegur, en hélt alltaf gleði sinni, þannig að hjúkrunarkonurnar sáu
eftir honum þegar hann kvaddi þær. Síðast fékk hann alvarlega bakteríusýk-
ingu í janúar s.l. og andaðist eftir stutta sjúkralegu á Borgarspítalanum í Rvík
20. febrúar.
Útför hans fór fram frá eyvindarhólakirkju 27. febrúar.
Sr. Halldór Gunnarsson