Goðasteinn - 01.09.2010, Qupperneq 120
118
Goðasteinn 2010
í sögu Colum Cilla. Úthafið átti leyndardóma, skrítnar skepnur og skrímsli og
líka ónumdar eyjar og víddir, sem hægt var að ná til með því að sigla langt út
á það.
Myndir Biblíunnar sýndu hafið sem baráttuvettvang milli Guðs og illra afla
þar sem sigrandi máttur hans kæmi þó fram. Hættulegt var að leggja djúpt út á
haf. Til þess þurfti staðfasta trú á máttugan Guð sem megnaði að lægja ólgur og
binda undarlegar ófreskjur þess, einnig þær sem væru í stöðugri uppreisn gegn
skipunum hans. Þrátt fyrir þá andstöðu var úthafið þó hluti Guðs sköpunar og
laut því endanlega valdi hans.
Perigrinatio, Peregrini
Úthafið mikla fól í sér kjörinn vettvang fyrir keltneska munka sem miles
Christi, hermenn Krists, að kljást við illar verur, líkt og heilagur Antoníus og
Páll frá Þebu höfðu fyrr gert í egypskri eyðimörk, og vinna sigra fyrir meistara
sinn.
Einn helsti trúarhvati írskra/keltneska munka til úthafssiglinga fólst í eyði-
merkureigindum úthafsins, en hann tengdist jafnframt útlegðarstefjum sem
fram koma í írskum iðrunarritum eins og Penetentiale Sancti Columbani og
Penetentiale Cummeani, Iðrunarrit heilags Columbanusar og Cummeanus-
ar. Latneska orðið Peregrinatio, sem átti við slíkar ferðir, þýðir í þessu sam-
hengi ekki einfaldlega pílagrímsferð heldur jafnframt og fremur sjálfskipuð
útlegð. Írskir munkar lögðu út í slíkar reisur sem peregrini, pílagrímar, vegna
Krists og í líkingu við hann sem væru þeir miklir sakamenn, er dæmdir hefðu
verið í útlegð frá ættlandi og vandamönnum. Þannig gáfust þeir og bundust
frelsaranum, friðþægingu hans og hjálpræðisverki og reiddu sig fyrst og fremst
á hann um framgang ferðar að því marki og stað, herimum eða desertum, sem
hann leiddi þá til hvort sem var á meginlandinu eða á úthafinu mikla. Her-
imum kemur af erymos á grísku, sem merkir auðn eða óbyggð samanber Mark-
úsarguðspjall: „Þannig kom Jóhannes skírari fram í óbyggðinni og prédikaði
iðrunarskírn.“ (Mark:1.4) Erymos getur jafnframt merkt hæð, sem gefur víða
útsýn, líka í andlegum skilningi. Desertum af deserere, yfirgefa, vísar til þess
sem er yfirgefið, eða tæmt af t.d. fólki, áhrifum heimshyggju, illum öflum og
djöflum. Desertum getur einnig í trúarlegum skilningi merkt framandleika,
stað eða svið þar sem mörk víkka út inn í annan veruleika. Írskir munkar sem
lögðu í óvissuferð pro amore Deo, vegna ástar á Guði, leituðu þess staðar á
meginlandinu og úthafinu (locus resurrectionis, staður upprisunnar) sem Guð