Goðasteinn - 01.09.2018, Page 18
16
Goðasteinn 2018
Kjólar prjónaðir úr eingirni voru í tísku á tíma-
bili. Það liggur mikil vinna að baki svona kjól.
stöðvar á hálendinu og eru frum-
kvöðlar á því sviði.
„Það var engin þjónusta við
ferðafólk á hálendinu á þessum
tíma. Það var þó full þörf fyrir hana,
þótt umferðin væri ekki dropi í haf-
ið miðað við það sem nú er. Sveinn
fór eitt kvöldið og spurði hvort hægt
væri að fá Versali á leigu, en það
er gangnamannakofi (sæluhús) á
Sprengisandi. Þetta var alveg nýtt
fyrir mönnum og kom nokkuð á
óvart. En við fengum aðstöðuna
leigða og rákum þar þjónustumið-
stöð í fjórtán sumur, frá 1987-2002.
Dóttir okkar sá um reksturinn í tólf
sumur. Árið 1994 settum við svo
upp þjónustumiðstöðina í Hrauneyj-
um, ásamt tveimur öðrum fjölskyld-
um og rákum hana þar til núverandi
eigendur keyptu reksturinn fyrir
nokkrum árum.“
dugnaðurinn í blóðinu
Þrátt fyrir þetta mikla annríki eru afköst Jórunnar við hannyrðirnar um
dagana næsta ótrúlegar, svo ekki sé meira sagt. Vinnusemi og dugnað sækir
hún í báðar ættir, en ekki er jafn augljóst hvaðan listfengið er komið.
„Móðir mín var dugleg hannyrðakona. Hún prjónaði mikið af fötum á okk-
ur krakkana, lopapeysur, sokka og vettlinga. Hún gerði hins vegar ekki mikið
af því að sauma út, prjóna dúka og þess háttar, enda með stórt heimili og stórt
bú og það var mikill gestagangur á Þorvaldseyri. Hún var einstaklega dugleg
og snyrtileg húsmóðir. Hún lést í hárri elli árið 2015, 89 ára.
Eggert faðir minn var góður smiður og smíðaði allt mögulegt úr tré og járni,
meðal annars gerði hann upp rafstöð á Þorvaldseyri og steypti skóflurnar í
hana sjálfur. Hann var með smiðju og steypti þar einnig hurðarhúna og fleira.
Hann sá sjálfur um allt viðhald á húsum og tækjum á Þorvaldseyri.
Foreldrar mínir kynntust þegar pabbi fór í bændaferð til Noregs. Hann var