Goðasteinn - 01.09.2018, Side 36
34
Goðasteinn 2018
20 hundruð um 1711. Eftir harðindin 1882 voru Keldur metnar á aðeins 10
hundruð. Eins og áður segir eru í landareigninni um 18 rústir eyðibýla, sem
náttúruöflin hafa lagt í auðn. Séð úr lofti er augljóst að Keldnabærinn er eins og
vin í eyðimörk (sjá bak kversins). Landið austur, norður og vestur af bænum var
blásin hraun og svartur sandur um aldamótin 1900.
Skúli afi minn elskaði gamla bæinn og jörðina
Skúli afi minn lagði áherslu á að verjast eyðingaröflum náttúrunnar og niður-
rifsöflum samtímans. Hann skynjaði fyrr en aðrir, hvers konar gersemar bygg-
ingarnar voru og að húsin og staðurinn allur yrði best varðveittur með því að
búa í honum meðan fært væri í stað þess að byggja nýtt eins og nýi tíminn vildi.
Ár eftir ár lét hann hreinsa sandinn af túninu, frá húsum, veggjum, görðum og
úr tröðum, svo að hvergi varð neitt eftir. Heimilisfólkið var bundið yfir þessum
mokstri langan tíma á hverju vori. Þetta erfiði bjargaði túni og bæ og staðnum
frá því að verða blásinn hraunhóll. Hér er lýsing afa míns frá vorinu 1917:
„8–10. apríl 1917. Ofsa sterk veður um páska af hánorðri –12°R eða –15°C.
Myrkt var í húsum. Fullar traðir austur og vestur (vestan skemmu), öll bæjar-
rönd hálf kafin sandi. Upp fyrir vestur skemmudyr, langt upp fyrir skálaglugga
í mitt þak. Sandurinn rann stöðugt fram af skálaþekjunni eins og árstraumur
nærri jafnhátt búrvegg, alstaðar upp á stofuglugga í þá miðja hæst. Upptún og
Austurtún undirlagt. Slétt yfir fjósalind og lækinn þar fram úr.... Nær fullur
hjallur, vel bitafullur... Hreinsað að mestu frá 10. maí til 19. júlí á 34 dögum af
ca 5 mönnum = nál. 170 dagsverk. Eknir á vögnum 453 og að vísu 80 sleðar.
Þar til ókjörin öll mokuð áfram í læki. Auk þess var 155 vögnum ekið undan
Króktúnsgarði og nokkuð í Króktúnslaut. Heyfall tæpl. 3 kaplar af dagsláttu.“
sandvarnargarðar
Enn er eitt ótalið af hinu fjölmarga, sem merkilegt er að sjá á Keldum. Það
er „sjálfvirkur“ sandvarnargarður meðfram túninu að norðan, sem afi minn setti
upp með fólki sínu árið 1890. Það eru tvíhlaðnir garðar fremur stuttir. Þeir eru
ekki samfelldir, en samhliða að hluta og mynda heild um 500 metra að lengd.
Bil eða hlið, um 2 m, er á milli garðsendanna. Þeir snúa langhliðinni móti land-
norðri, aðal sandáttinni. Hver innri garðsendi nær fáum metrum austar en ytri
garðsendinn. Þeir mynda trekt og draga úr áfoki sands á þann hátt, að þeg-
ar sandstraumurinn brunar heim að garðinum úr landnorðri, slær hann sér frá
túninu vestur með garðinum í stað þess að streyma inn yfir bæinn og túnin. Í
suðlægum áttum fer eitthvað af sandinum til baka út um skörðin. Þessir garðar
eru mjög vel sýnilegir ennþá norðan heimatúns á Keldum. Þeir blasa við um