Goðasteinn - 01.09.2018, Page 206
204
Goðasteinn 2018
Kjartan Magnússon
f. 27. nóvember 1953 – d. 13. júlí 2017
Kjartan Grétar Magnússon fæddist í Hjallanesi,
Landsveit 27. nóvember 1953. Foreldrar hans voru
hjónin Elsa Dóróthea Pálsdóttir frá Hjallanesi og
Magnús Kjartansson frá Flagbjarnarholti, bændur í
Hjallanesi. Systur Kjartans eru Pálína Halldóra sem
er eldri og Bryndís Hanna sem er yngri.
Í uppeldi sínu á æskuárum hlaut hann, líkt og
systur hans, það allra besta atlæti til líkama og sálar
sem hugsast getur hjá sínum ástríku foreldrum og í
barnæskunni var lífsviðhorfið og gildismatið mótað sem varðaði vegferð hans
alla tíð. Hann gekk í Laugalandsskóla, fór síðan í Skógaskóla og Bændaskól-
ann á Hvanneyri. Hann var mikill íþróttamaður á yngri árum, spilaði bæði
körfubolta og fótbolta af miklum krafti og tók þátt í fjölda frjálsíþróttamóta.
Þau hittust ung að árum hann og eiginkona hans Elínborg Sváfnisdóttir og
gengu þau í hjónaband þann 10. júlí 1976. Börnin þeirra eru: Anna Elín f. 1975,
eiginmaður hennar er Gísli Heiðar Bjarnason. Þeirra börn eru Kjartan Gauti,
Eva Rakel og Gísli Marel. Elsa Dóróthea f. 1979, eiginmaður hennar er Jón
Vignir Guðnason og börn þeirra eru Sváfnir Ingi, Birna Borg og Elísabet Ebba.
Kristín Rós f. 1980. Sigurlinn f. 1990, sambýlismaður hennar er Örn Sigurð-
arson. Magnús Grétar f. 1992.
Kjartan var sérlega farsæll bóndi. Gott skynbragð og næm tilfinning fyrir
gróðri og skepnum var honum í blóð borin. Þegar hann var að taka við á sín-
um tíma, voru búskaparskilyrði að breytast og Kjartan jafn framfarasinnaður,
saman seglin í búskapnum og losuðu sig í kjölfarið við allar skepnur og fluttust
í hjónaíbúð á Kirkjuhvoli, og voru þau vistaskipti þeim báðum nauðsynleg og
tímabær. Jóna lést eftir þriggja vikna sjúkralegu á Sjúkrahúsinu á Selfossi 23.
júní 2017, 81 árs að aldri. Útför hennar fór fram frá frá Stórólfshvolskirkju 4.
júlí 2017. Hún var jarðsett í Stórólfshvolskirkjugarði hinum nýja.
Sigurður Jónsson,
sóknarprestur í Ásprestakalli