Goðasteinn - 01.09.2018, Page 190

Goðasteinn - 01.09.2018, Page 190
188 Goðasteinn 2018 stórkaupmaður í Reykjavík, sonur hjónanna Guðjóns Guðjónssonar, hárskera- meistara frá Vestmannaeyjum, og konu hans, Katrínar Huldu Júlíusdóttur Pet- ersen, sem var Keflvíkingur. Kært hafði verið með þeim Ásu og Júlíusi, síðan þau voru skólasystkin á Skógaskóla forðum, og sannaðist þar hið fornkveðna, að lengi lifir í gömlum glæðum. Júlíus var ekkjumaður, þegar þau Ása tóku saman; hafði átt Elísabeti Gunnarsdóttur, næturlæknabílstjóra Ólafssonar og konu hans, Ragnheiðar Bogadóttur frá Búðardal. Þau Júlíus og Elísabet eign- uðust þrjú börn, þau Gunnar, Katrínu Huldu og Rögnu. Fóstursonur þeirra er Gunnar Gunnarsson, sonur Jóhönnu, systur Elísabetar, og Gunnars Guð- mundssonar bankafulltrúa og bridge-spilara, bróðursonar Ásmundar biskups, dóttursonar síra Ásmundar Jónssonar, sem prófastur var í Odda. Þau Ása og Júlíus áttu heima á Dalsbakka 14 í Hvolsvelli, beint á móti Kirkjuhvols-heimilinu og örskammt á milli húsanna. Þarna fór dável um þau og þeim þótti vænt hvoru um annað og þau voru hvort öðru til halds og trausts. Ása var kona vitur og vel látin, hinn mesti skörungur í öllu athæfi sínu. Hún bjó yfir greind og skapstyrk til þess að skilja, að tilgangur lífsins er að taka því, sem að höndum ber, með reisn. Og hún hafði fundið lykilinn að lífsham- ingjunni, en hann er sá, að vera ávallt ánægður með þær kringumstæður, sem standa yfir hverju sinni, af því að Guð vill það. Þegar hún hafði þrjú ár um tvítugt veiktist hún af lömunarveiki. Álitu læknar, að henni mundi ekki framar verða auðið að stíga í fæturna, svo gagn yrði að. Ása vildi ekki una við þetta og heppnaðist henni með harðfylgi að fá því svo til hagað, að nú tók við löng og mikil og afar sársaukafull sjúkraþjálf- un í Farsóttarhúsinu, sem kallað var, í Reykjavík. Komu sérfróðir menn frá Danmörku og auðnaðist þeim að styrkja máttvana fótlegg hennar. Þegar Ása var 24ra ára, og Guðrún, dóttir þeirra Gunnars, fæddist, gekk hún að vísu við tvær hækjur. En stundir liðu og þar kom, með Guðs hjálp, að allgóðum bata var náð. Hún var blómaræktar- og garðyrkjukona og hafði varið mörgum góðum stundum á sumrin í fögrum trjágarði þeirra Gunnars í Hvolsvelli. Hún hafði næma tilfinningu fyrir því seiðandi magni, sem býr í moldinni, og gékk um garðinn á sannkölluðum ræktunarskóm. Og þegar veturinn tók að þoka sér fjær og hlýr vorblærinn vaknaði af dvala, þótti henni gott að gleyma sér löngum stundum hjá blómfaðmi gróðursins. Þá varð henni margur morguninn hug- stæður við hækkandi sól og næg verkefnin til ræktunar og prýði: klippa kanta og hreyfa mold. Hún teygaði ilminn af ungri, vaxandi björk, og gældi með grænum fingrum við hvítan börkinn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.