Goðasteinn - 01.09.2018, Page 190
188
Goðasteinn 2018
stórkaupmaður í Reykjavík, sonur hjónanna Guðjóns Guðjónssonar, hárskera-
meistara frá Vestmannaeyjum, og konu hans, Katrínar Huldu Júlíusdóttur Pet-
ersen, sem var Keflvíkingur. Kært hafði verið með þeim Ásu og Júlíusi, síðan
þau voru skólasystkin á Skógaskóla forðum, og sannaðist þar hið fornkveðna,
að lengi lifir í gömlum glæðum. Júlíus var ekkjumaður, þegar þau Ása tóku
saman; hafði átt Elísabeti Gunnarsdóttur, næturlæknabílstjóra Ólafssonar og
konu hans, Ragnheiðar Bogadóttur frá Búðardal. Þau Júlíus og Elísabet eign-
uðust þrjú börn, þau Gunnar, Katrínu Huldu og Rögnu. Fóstursonur þeirra
er Gunnar Gunnarsson, sonur Jóhönnu, systur Elísabetar, og Gunnars Guð-
mundssonar bankafulltrúa og bridge-spilara, bróðursonar Ásmundar biskups,
dóttursonar síra Ásmundar Jónssonar, sem prófastur var í Odda.
Þau Ása og Júlíus áttu heima á Dalsbakka 14 í Hvolsvelli, beint á móti
Kirkjuhvols-heimilinu og örskammt á milli húsanna. Þarna fór dável um
þau og þeim þótti vænt hvoru um annað og þau voru hvort öðru til halds og
trausts.
Ása var kona vitur og vel látin, hinn mesti skörungur í öllu athæfi sínu. Hún
bjó yfir greind og skapstyrk til þess að skilja, að tilgangur lífsins er að taka
því, sem að höndum ber, með reisn. Og hún hafði fundið lykilinn að lífsham-
ingjunni, en hann er sá, að vera ávallt ánægður með þær kringumstæður, sem
standa yfir hverju sinni, af því að Guð vill það.
Þegar hún hafði þrjú ár um tvítugt veiktist hún af lömunarveiki. Álitu
læknar, að henni mundi ekki framar verða auðið að stíga í fæturna, svo gagn
yrði að. Ása vildi ekki una við þetta og heppnaðist henni með harðfylgi að fá
því svo til hagað, að nú tók við löng og mikil og afar sársaukafull sjúkraþjálf-
un í Farsóttarhúsinu, sem kallað var, í Reykjavík. Komu sérfróðir menn frá
Danmörku og auðnaðist þeim að styrkja máttvana fótlegg hennar. Þegar Ása
var 24ra ára, og Guðrún, dóttir þeirra Gunnars, fæddist, gekk hún að vísu við
tvær hækjur. En stundir liðu og þar kom, með Guðs hjálp, að allgóðum bata
var náð.
Hún var blómaræktar- og garðyrkjukona og hafði varið mörgum góðum
stundum á sumrin í fögrum trjágarði þeirra Gunnars í Hvolsvelli. Hún hafði
næma tilfinningu fyrir því seiðandi magni, sem býr í moldinni, og gékk um
garðinn á sannkölluðum ræktunarskóm. Og þegar veturinn tók að þoka sér fjær
og hlýr vorblærinn vaknaði af dvala, þótti henni gott að gleyma sér löngum
stundum hjá blómfaðmi gróðursins. Þá varð henni margur morguninn hug-
stæður við hækkandi sól og næg verkefnin til ræktunar og prýði: klippa kanta
og hreyfa mold. Hún teygaði ilminn af ungri, vaxandi björk, og gældi með
grænum fingrum við hvítan börkinn.