Goðasteinn - 01.09.2018, Síða 30
28
Goðasteinn 2018
um ferðaáætlun sína, ganga þar til altaris, fara svo úr sýslunni frá Odda og
koma ekki aftur að Stóra–Hofi. Þetta gekk eftir, en minningin fylgdi Einari.
Hann var myrkfælinn alla tíð og þoldi illa að vera einn.
Fyrstur bjó á Hofi landnámsmaðurinn Ketill hængur Þorkelsson frá Naumu-
dal í Noregi. Hann nam öll lönd á milli Þjórsár og Markarfljóts en þar námu
síðan margir göfugir menn að hans ráði. Hrafn Hængsson, lögsögumaður 930–
949, bjó að Hofi eftir föður sinn. Nær hundrað árum síðar bjuggu á Hofi Val-
garður hinn grái, dóttursonur Hrafns, og Mörður, sonur hans, undirförull sagð-
ur. Ofar með Rangá er Minna–Hof. Þar bjó Skammkell á „Hofi öðru“. Í Njálu er
hann sagður illgjarn og lyginn, ódæll og illur viðureignar. Næst er Stokkalækur
eða Stotalækur. Stoti er sá sem stamar (skylt stautar). Af hálsi milli hæðanna
Skyggnis og Potthóls opnast sýn til Keldna, enn fegurri en frá Kirkjuhóli. Aust-
urfjöllin breiða hér út faðminn móti gestinum og í hásæti er Hekla, drottning
allra fjalla, fagursköpuð frá þessum sjónarhóli, og hirðin um hana frá austri tal-
in: Þríhyrningur, Tindfjöll, Hafrafell, Rauðufossafjöll, Vatnafjöll, Rauðkemb-
ingar, Tryppafjöll, Geldingafjöll, Selsundsfjall, Bjólfell og Búrfell. Litla–Hekla
stendur að baki Heklu. Hjá steininum Grákalli hefst heimreið að Keldum.
Gamli bærinn á Keldum 2016. Skálinn til hægri. Rýmið inn af bæjardyrunum var kallað önd og
var aðal inngangur bæjarins. Í miðið er viðbygging, stofa og baðstofa, sem Páll Guðmunds-
son lét reisa á árunum 1817-1828. Þá var torf á þekjunni og þilin tjörguð. Þakið var klætt með
bárujárni þegar húsið var endurbyggt 1910. Baðstofan í risinu er nær óbreytt síðan. Niðri er
stofa, gestaherbergi og svokallað Piltaherbergi, en þar sváfu vinnumenn. Nýja hús er til hægri,
vestast, en það var reist 1937.
Ljósm. Jens einarsson