Goðasteinn - 01.09.2018, Page 187
185
Goðasteinn 2018
árs og hann 24 ára, en þau voru bæði harðdugleg og það sem meira var, þau
voru ákveðin í að búa í sveit. Þau fluttu sig um set að Svanavatni, en þar voru
lítil húsakynni, bæði fyrir fólk og fénað og þurfti því að byggja allt upp frá
grunni, sem þau gerðu.
Börn þeirra eru:
1. Karl Viðar f. 2. sept. 1937, kvæntur Bóel Ágústsdóttur f. 4. apríl 1939,
börn þeirra eru Aðalheiður, gift Ottó Ólafi Gunnarssyni, þau eiga þrjú börn og
fimm barnabörn; Bjarki, kvæntur Sigurbjörgu Leifsdóttur og eiga þau tvo syni,
og Guðbjörg, í sambúð með Jóni G. Valgeirssyni og eiga þau tvö börn.
2. Óskírður sonur f. 5.desember 1939 d. sama dag.
3. Bragi Héðinn f. 22. júlí 1941 d. 5. júlí 1942.
4. Anna Hjördís f. 16. ágúst 1943, gift Ingva Ágústssyni f. 29. ágúst 1934,
börn þeirra eru Aðalsteinn, kvæntur Eddu Heiðrúnu Geirsdóttur, þau eiga þrjá
syni, og Elfa Margrét, gift Pálma Haraldssyni og eiga þau fjórar dætur.
5. Gunnar Birgir f. 1. október 1945, kvæntur Guðrúnu Óskarsdóttur, börn
þeirra eru Brynjar, kvæntur Marlene Hörnlund og eiga þau þrjár dætur; Karen
Huld og á hún einn son; Atli Mar, kvæntur Írisi Dögg Valsdóttur og eiga þau
tvö börn, og Berglind Ósk, gift Enok Jóhannssyni og eiga þau fjóra syni.
6. Ingibjörg f. 2.september 1948.
Marmundur lést aðeins 58 ára gamall eftir erfið og harkaleg veikindi. Eftir
fráfall Marmundar bjó Aðalheiður félagsbúi með Karli Viðari syni sínum og
konu hans til nokkurra ára, en eftir að því lauk bjó hún áfram á Svanavatni til
ársins 2002 þegar hún flutti í fallegar vistarverur á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli
á Hvolsvelli þar sem hún bjó til dauðadags. Þar naut hún hlýju og góðrar um-
önnunar starfsfólks sem hér og nú skal þakkað fyrir. Aðalheiður var glaðlynd
og skemmtileg kona, þakklát fyrir lífdaga sína og fólkið sitt.
Útför Aðalheiðar var gerð frá Voðmúlastaðakapellu.
Sr. Önundur Björnsson