Goðasteinn - 01.09.2018, Side 224
222
Goðasteinn 2018
Ævar Pálmi Eyjólfsson
f. 21. ágúst 1946 – d. 27. september 2017
Ævar Pálmi Eyjólfsson fæddist í Hvammi í
Landsveit 21. ágúst 1946. Foreldrar hans voru hjón-
in Guðrún Kristinsdóttir frá Skarði og Eyjólfur
Ágústson bóndi í Hvammi. Hann var fjórði í röð
sex barna þeirra. Og í Hvammi ólst hann upp og
um leið og hann hafði aldur til tók hann þátt í dag-
legum störfum með fullorðna fólkinu. Tvítugur að
aldri gekk hann í lögregluna í Reykjavík og starfaði
þar sem lögregluþjónn og síðar varðstjóri í 45 ár eða
frá 1966 til 2011. Eftirlifandi eiginkona hans er Kolbrún Sveinsdóttir, f. 10. júli
1948 og gengu þau í hjónaband 7. apríl, 1969. Börnin þeirra eru; Sólveig f.
23. ágúst 1966. Synir hennar eru; Pálmi, Hannes og Hrafn. Eyjólfur Pétur f.
21.des. 1972, eiginkona hans er Margrét Friðriksdóttir. Dóttir þeirra er Kolbrún
Eik en fyrir átti Eyjólfur Ævar Pálma, og Einar, og einnig á hann fósturdæt-
urnar Aðalheiði Maríu og Emelíu Rán. Yngstur er Ævar Pálmi f. 24.okt. 1979.
Eiginkona hans er Hulda Björg Óladóttir og börn þeirra eru Óli Björn, Axel
Kári og Bríet Yrsa.
Fjöskyldan var Pálma allt, þó færri stundir hafi gefist fyrr á árum til að
sinna henni, þegar vinnan varð að ganga fyrir til að hafa í sig og á, en þeim
mun meir naut hann stundanna þegar þær gáfust. Hann kappkostaði að vera til
staðar fyrir börnin sín og fjölskylduna.
Og hann fylgdist vel með öllu því sem fram fór í lífi þeirra, og ekki síður
afabarnanna þegar tímar liðu, því eins og svo margir af hans kynslóð sem unnu
þrotlaust oft tvöfalda, jafnvel þrefalda vinnu, hafði hann ekki tímann sem hann
vildi hafa fyrir börnin sín, en afabarnanna naut hann og þau eiga öll dýrmætar
minningar um hann, enda sóttu þau mikið í að fá að vera í sveitinni hjá afa og
ömmu, og dvöldu þar hjá þeim oft langdvölum, og öðru fremur vildi hann sjá
að hjá þeim færi allt á farsældar veg.
Sem lögreglumaður og varðstjóri var Pálmi sanngjarn og réttsýnn í störfum
sínum. Var í lögreglunni til að liðsinna og hjálpa fólki. Þeir sem minna máttu
sín áttu vin í honum. Hann var fær og vinsæll í starfi og eignaðist ekki óvild-
armenn, en ef um alvarlegri mál var að ræða, var hann traustur og ákveðinn.
Með fullri vaktavinnu í lögreglunni starfaði Pálmi í þrjátíu ár sem sölumað-
ur hjá Ingvari Helgasyni hf. Þar var hann vel liðinn og naut trausts bæði af
hálfu fyrirtækisins og þeirra sem hann liðsinnti og þjónustaði.