Goðasteinn - 01.09.2018, Blaðsíða 55
53
Goðasteinn 2018
var með nákvæmni og vandvirkni.
Þar er m.a. um að ræða ættartölur,
þar sem raktar eru ættir rúmlega 90
landnámsmanna í mörgum liðum,
miklar bréfabækur með innihalds-
registri yfir bréf frá sautjándu, átj-
ándu og nítjándu öld, sem hann
hafði afritað, tvö rit um eyðibýli
á Rangárvöllum og ábúendatal
Keldna frá upphafi. Margháttaðar
upplýsingar í ritasafni um bæinn
og jörðina, byggingar þar, fram-
kvæmdir og vinnubrögð kallaði
hann „smæsta smátt“.Auk þess
skrifaði afi minn dagbækur reglu-
lega og samviskusamlega alla ævi.
Dagbækurnar virðast hafa glatast.
Vonandi finnast þær. Þar er ugg-
laust mikinn fróðleik að finna til
viðbótar því, sem þegar hefur verið
greint frá.
Skúli sat í hreppsnefnd Rangár-
vallahrepps í 32 ár. Kristján kon-
ungur X. sæmdi hann riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1. des. 1933.
Eftir að við komum að Keldum, líklega árið 1944, fór hann á hesti 82 ára gam-
all með Vigfúsi bróður sínum um Keldnaland til athugunar á eyðibýlum þar.
Síðasta árið, sem afi minn lifði, fór sjón hans að hraka vegna gláku. Hann
hætti að skrifa og lesa og hætti að leggja kapal, þegar hann sá ekki lengur á
spilin og lagði þau frá sér. Hann varð að lokum alblindur. Hann veiktist af
lungnabólgu og andaðist eftir stutta rúmlegu, 83ja ára að aldri, hinn 1. júní
1946, síðasti maður sem dó í gamla bænum. Hann hélt andlegu atgervi til hins
síðasta og sofnaði úr þessum heimi í friðsemd. Ég var við dánarbeð hans þótt
ungur væri. Við Skúli Jón bróðir minn erum einir eftir núlifandi manna, sem
átt hafa heima í gamla bænum á Keldum og höfum sérstakar tilfinningar til
staðarins. Olgeir bóndi í Nefsholti í Holtum, f. 17. júlí 1936, sonur Engilberts
Kristjánssonar á Keldum og Sesselju Sveinsdóttur, er síðasti maður og hinn eini
núlifandi þeirra, sem fæddust í gamla bænum á Keldum. Hann er fjölfróður og
langminnugur eins og margir þeir sem þar eru fæddir.
Heiðurshjónin Skúli Guðmundsson og Svanborg
Lýðsdóttir á Keldum. Myndin er tekin af þeim
nýgiftum.