Goðasteinn - 01.09.2018, Blaðsíða 202
200
Goðasteinn 2018
heimili í Goðheimum 9 í Reykjavík, og fluttust þangað alfarin 2006. Einar lést
22. mars 2011.
Hulda og Einar eignuðust þrjú börn: Margrét er bankastarfsmaður í Reykja-
vík, gift Helga Kristóferssyni. Börn þeirra eru Guðrún, Kristófer og Einar.
Barnabörnin eru sjö og eitt barnabarnabarn. Árni er lögfræðingur í Reykjavík,
og Aðalheiður er kennari í Hafnarfirði, gift Björgvini Sigurðssyni. Börn þeirra
eru Hulda, Einar og Linda, og barnabörn þeirra eru sex að tölu.
Hulda stóð þétt að baki eiginmanni sínum og fjölskyldu og lagði mikilvæg-
an grunn að vexti hennar og viðfangi. Hún var lengst af heimavinnandi hús-
móðir, hlúði vel að heimilinu í stóru og smáu, og ræktaði garðinn sinn í öllum
skilningi, en garðurinn hennar við Vallarbrautina var lifandi vitnisburður um
alúð hennar og ræktarsemi við gróðurinn, og þangað laðaði hún líka fuglaskar-
ann sem hún fóðraði í vetrarhörkunum. Fyrr á árum vann Hulda í frystihúsinu
á Hvolsvelli í sláturtíðinni mörg haust. Alla tíð ferðuðust þau hjón mikið hér
innan lands, og fóru fyrir meira en hálfri öld í siglingu með Gullfossi, og fóru
síðar margar Evrópuferðir, m.a.s. austur fyrir járntjald á dögum kalda stríðsins.
Þegar árin liðu og stundir gáfust frá starfsönnum og erli ferðuðust þau ósjaldan
suður í sólarlöndin og söfnuðu kröftum á ylríkri strönd.
Hulda var hæglát kona í fasi, dagfarsprúð og tranaði sér ekki fram. Hún
var félagslega nægjusöm og sótti ekki í margmenni en undi sér best heima við
með sínum nánustu. Hún las talsvert alla tíð, ekki síst skáldverk og ævisögur,
þjálfaði hugann með því að glíma við krossgátur seint og snemma og fylgdist
vel með gangi þjóðmálanna til síðustu stundar að heita mátti, og trútt minnið
brást henni aldrei. Ekki flíkaði Hulda trú sinni frekar en öðru því er næst stóð
hjarta hennar, en hún var trúuð bænakona allt að einu og lagði sig og sína í
Guðs hendur í bænum sínum á hverju kvöldi.
Hulda lést eftir sjö vikna legu á Landspítalanum í Fossvogi 31. október
2017, 93ja ára að aldri. Útför hennar var gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 14.
nóvember, og hún jarðsett í Hafnarfjarðarkirkjugarði.
Sigurður Jónsson,
sóknarprestur í Ásprestakalli