Goðasteinn - 01.09.2018, Page 96

Goðasteinn - 01.09.2018, Page 96
94 hafi virst vera „í heilum fötum en var hismi er við var komið.“ Skrínurnar voru aldrei fluttar burtu, en eru nú komnar í spón“ þessu var þó að nokkru öðruvísi farið. Koparplata á banaklöppina Í safnstarfi í Skógum kom fyrir að ég var minntur á manntjónið á Mælifells- sandi. Þorsteinn Oddson bóndi á Heiði á Rangárvöllum afhenti mér nokkuð af fatahnöppum úr málmi sem hann hafði tínt saman á slysstað í fjallferð. Ensk- ur ferðamaður, vinur minn og vinur Skógasafns, færði mér lítinn brúnleitan brennivínspela (bólupela) sem hann hafði fundið á slysstað að því er næst varð komist. Árið 1968, á 100 ára afmæli mannskaðans, var koparplata með nöfnum þeirra er úti urðu sett upp á dauðaklöppinni. Það var gert að frumkvæði Erlings Filippussonar grasalæknis. Nokkrir menn mættu til athafnar. Einn þeirra var Árni Halldórsson lögfræðingur í Kópavogi giftur inn í Grasaætt. Vindar höfðu blásið þar sandi frá minjum. Árni tíndi þær upp og flutti með sér til heimilis síns í Kópavogi. Nokkru síðar flutti hann austur á Egilsstaði og sendi mér áður orðsendingu að koma í heimsókn. Ég lét ekki dragast úr hömlu með það. Er- indið var að afhenda mér Mælifellssandsminjar og færa þær austur að Skógum. Safnlega séð var mér það áhrifamikil afhending. Merkust allra verskrína Merkust í minjum var samstæða lausamuna tengd verskrínu, sannir gull- molar fyrir safnmann. Lok og botn héldu sér að öllu, hliðar og gaflar að mestu. Hér voru lamir, gaflhringir úr járni og hengilás. Járnspöng var um mitt lok, þvervegis. Hafði verið með hespu tengdri keng og hengilás á framhlið, en hún var brottu. Smjörmoli fylgdi skrínufjölum. Hálfur karlmannsjakki var í minj- um, efnið mórautt vaðmál og hélt sér vel. Af öðrum lausamunum má nefna fatahnappa úr málmi, vasahníf, góða tvígataða hvalbeinshölgd. Einn fingurkög- gull fylgdi með, frá smárri hönd, sennilega Davíðs Jónssonar. Ég lét það verða eitt af mínum fyrstu verkum eftir heimkomu að Skógum að færa verskrínu í fyrra horf og þurfti litlu við að auka. Hespu sem vantaði á járnspöng smíðaði ég og tengdi hespulási. Í daglegri safnkynningu sagði ég síðar að þetta væri merkasta verskrína landsins og tjáði örlagasöguna er bjó að baki. Ég vona að eftirmenn mínir hafi sama háttinn á. Minningin um fjórmenningana sem úti urðu 1868 er jafnframt hjá mér bundin minningunni um vini mína og velunnara, þær Ólöfu í Gröf og Krist- ínu á Heiði. Félagarnir búa að sömu gröf í grafreitnum gamla í Ásum í Skaft- ártungu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.