Goðasteinn - 01.09.2018, Page 96
94
hafi virst vera „í heilum fötum en var hismi er við var komið.“ Skrínurnar voru
aldrei fluttar burtu, en eru nú komnar í spón“ þessu var þó að nokkru öðruvísi
farið.
Koparplata á banaklöppina
Í safnstarfi í Skógum kom fyrir að ég var minntur á manntjónið á Mælifells-
sandi. Þorsteinn Oddson bóndi á Heiði á Rangárvöllum afhenti mér nokkuð af
fatahnöppum úr málmi sem hann hafði tínt saman á slysstað í fjallferð. Ensk-
ur ferðamaður, vinur minn og vinur Skógasafns, færði mér lítinn brúnleitan
brennivínspela (bólupela) sem hann hafði fundið á slysstað að því er næst varð
komist. Árið 1968, á 100 ára afmæli mannskaðans, var koparplata með nöfnum
þeirra er úti urðu sett upp á dauðaklöppinni. Það var gert að frumkvæði Erlings
Filippussonar grasalæknis. Nokkrir menn mættu til athafnar. Einn þeirra var
Árni Halldórsson lögfræðingur í Kópavogi giftur inn í Grasaætt. Vindar höfðu
blásið þar sandi frá minjum. Árni tíndi þær upp og flutti með sér til heimilis
síns í Kópavogi. Nokkru síðar flutti hann austur á Egilsstaði og sendi mér áður
orðsendingu að koma í heimsókn. Ég lét ekki dragast úr hömlu með það. Er-
indið var að afhenda mér Mælifellssandsminjar og færa þær austur að Skógum.
Safnlega séð var mér það áhrifamikil afhending.
Merkust allra verskrína
Merkust í minjum var samstæða lausamuna tengd verskrínu, sannir gull-
molar fyrir safnmann. Lok og botn héldu sér að öllu, hliðar og gaflar að mestu.
Hér voru lamir, gaflhringir úr járni og hengilás. Járnspöng var um mitt lok,
þvervegis. Hafði verið með hespu tengdri keng og hengilás á framhlið, en hún
var brottu. Smjörmoli fylgdi skrínufjölum. Hálfur karlmannsjakki var í minj-
um, efnið mórautt vaðmál og hélt sér vel. Af öðrum lausamunum má nefna
fatahnappa úr málmi, vasahníf, góða tvígataða hvalbeinshölgd. Einn fingurkög-
gull fylgdi með, frá smárri hönd, sennilega Davíðs Jónssonar. Ég lét það verða
eitt af mínum fyrstu verkum eftir heimkomu að Skógum að færa verskrínu í
fyrra horf og þurfti litlu við að auka. Hespu sem vantaði á járnspöng smíðaði
ég og tengdi hespulási. Í daglegri safnkynningu sagði ég síðar að þetta væri
merkasta verskrína landsins og tjáði örlagasöguna er bjó að baki. Ég vona að
eftirmenn mínir hafi sama háttinn á.
Minningin um fjórmenningana sem úti urðu 1868 er jafnframt hjá mér
bundin minningunni um vini mína og velunnara, þær Ólöfu í Gröf og Krist-
ínu á Heiði. Félagarnir búa að sömu gröf í grafreitnum gamla í Ásum í Skaft-
ártungu