Goðasteinn - 01.09.2018, Side 106
104
Goðasteinn 2018
algerlega óryðgaðir, eins og þeir væru alveg nýir. Þó hefur sjór verið búinn að
ganga yfir hana á skipinu lengri eða skemmri tíma, og síðan hafði hún staðið
úti í marga áratugi. Ég varð mjög hissa þegar ég leit á skrúfuganginn á bolt-
unum og hann var spegilfagur. Hafa þeir verið úr ryðfríu efni, eða hefur verið
borið á þá eitthvert efni sem hefur varið þá svona vel?
Vatn leitt í rör
Árið 1931 var neysluvatnið hér í Syðstu-Mörk leitt heim í járnrörum. Vatns-
hrútur sem settur var í lækinn norðaustan við bæjarhólinn niður af fjárréttinni,
var látinn dæla því í tunnu sem grafin var í hólinn og það síðan leitt í rörum frá
henni inn í bæ og fjós. Þessi aðferð dugði vel þangað til kýrnar voru orðnar það
margar í fjósinu að vatnsmagnið frá tunnunni þraut í bili, þegar mesta álagið
var. Að vísu þurfti vatnshrúturinn nokkra þjónustu m.a. vegna þess að vatnið
sem gaf honum aflið, var ekki laust við sand. Þá lagði ég rör þangað sem vatns-
uppspretta var í þeirri hæð að vatnið rynni sjálfkrafa yfir bæjarhólinn. Þetta
gæti hafa verið gert um 1950.
Næsta breyting sem gerð var varðandi neysluvatnið var Vatnsveita Vest-
mannaeyja, hún er úr landi Syðstu-Merkur, tekin úr uppsprettu sem kemur
út úr berginu á einum stað í fjallinu. Samkvæmt samningi um vatnsréttinn,
á eigandi jarðarinnar vatn sem rennur gegnum ¾ tommu rör út úr leiðslunni.
Vatnsveitan var lögð eftir endilöngu heimatúninu, þar á meðal norðan við bæj-
arhólinn, og þar með yfir eða undir vatnsleiðslu bæjarins, eins og hún var áður
en Eyjaveitan kom. En það var 1967-68 en leiðslan til bæjarins var svo tengd
henni einu eða tveimur árum seinna. Drykkjarvatn fyrir útigangandi fénað var
mjög aðgengilegt í Syðstu-Mörk, lækir frá fjallinu runnu fram báðu megin við
túnið, þeir frusu sjaldan öðru vísi en að skarir mynduðust utan með þeim, sem
auðvelt var að brjóta með skóflu, eða öðru álíka verkfæri. Bæjarlækurinn er
norðan við túnið, en fyrir sunnan það er Syðstu-Merkuráin, sem er samansafn
lækja sem koma frá fjallinu. Þangað voru lömbin, gemsarnir, látnir fara til að
drekka, þegar þeir voru á algjörri innigjöf, svo að ekki þyrfti að bera til þeirra
vatnið.