Goðasteinn - 01.09.2018, Blaðsíða 193
191
Goðasteinn 2018
mótum UMFÍ með góðum árangri, hreppti 3. sætið á Akureyri 1981, en pers-
ónulegu meti sínu, 32,96 metrum, náði hún á Selfossi þremur árum síðar. Ásta
fór eina keppnisferð til Danmerkur undir merkjum HSK, en síðast keppti hún
á öldungamóti aldamótaárið 2000 og þá í sleggjukasti.
Ásta eignaðist soninn Guðmund Garðar hinn 20. desember 1973. Faðir hans
er Guðmundur Hlöðversson. Guðmundi litla var búinn beisklegur aldurtili á
fjögurra ára afmæli sínu 1977 er hann drukknaði í bæjarlæknum í Hólmi. Ásta
hafði þá dvalið á spítala í Reykjavík vegna sýkingar í hjarta, svo reiðarslag hins
sára sonarmissis hitti hana enn verr fyrir en ella. Ásta náði sér aldrei af þessu
áfalli, né átti hún kost á neins konar úrvinnslu þess, en bar harm sinn í hljóði
og byrgði inni trega sinn og tilfinningar.
Árið 1978 tóku þau Erlendur Guðmundsson frá Vorsabæ í Austur-Landeyj-
um saman, og keyptu fáum árum síðar jörðina Arnarhól í Vestur-Landeyjum,
þar sem þau bjuggu búi sínu frá 1983. Foreldrar Erlends voru hjónin Jónína
Þórunn Jónsdóttir og Guðmundur J. Jónsson. Ásta og Erlendur eignuðust son-
inn Jón Heiðar hinn 13. júlí 1979. Sambýliskona hans er Monika Freysteins-
dóttir, og sonur þeirra er Magni Freyr.
Ásta var bóndi af lífi og sál. Hún hafði ómælt yndi af hestum, og brúnskjótt
folöld voru henni sérstakur happafengur sem glöddu hjarta hennar. Ræktunar-
starf sitt lagði hún mikla alúð við og uppskar eftir því ágæta hesta sem hún
tamdi sjálf og reyndust liprir og taumléttir reiðhestar. Kunnastur hesta hennar
er án efa Farsæll frá Arnarhóli, sem á sínum tíma var meðal fremstu gæðinga
landsins, margfaldur Íslandsmeistari í fjórgangi og heimsmeistari áður en yfir
lauk. Ásta bjó einnig með sauðfé sem var henni ekki síður kært en hestarnir,
ekki síst litfögur lömbin á vorin, og í ræktun fjárins uppskar hún einnig eins
og hún sáði til. Umhyggjusemi hennar við skepnurnar var við brugðið, og hún
þekkti flesta gripi með nafni og mundi uppruna þeirra í marga ættliði. Utan
heimilis greip Ásta í vinnu öðru hverju, svo sem sauðfjárslátrun á Hvolsvelli
og í kjötvinnslu Sláturfélags Suðurlands þar, og einnig vann hún um tíma við
ræstingar í Hlíðarenda á Hvolsvelli.
Þegar lausar stundir gáfust frá samfelldum önnum bústarfanna fékkst Ásta
við að mála myndir, sem sýna glöggt formskyn hennar, frumleika og smekk
fyrir litum og meðferð þeirra, þótt ekki hefði hún fengið aðra tilsögn en sem
nam einu námskeiði í postulínsmálun. Hún var næm á form og línur úti í nátt-
úrunni, þar sem andlit og svipmót gátu birst henni í steini við götuna eða
viðarbút niðri í fjöru, og þau lífgaði hún við með fáeinum pensilstrokum, svo
aðrir gætu séð.
Þannig var Ásta opin fyrir umhverfi sínu og fegurð þess. Hún varðveitti í sér