Goðasteinn - 01.09.2018, Page 193

Goðasteinn - 01.09.2018, Page 193
191 Goðasteinn 2018 mótum UMFÍ með góðum árangri, hreppti 3. sætið á Akureyri 1981, en pers- ónulegu meti sínu, 32,96 metrum, náði hún á Selfossi þremur árum síðar. Ásta fór eina keppnisferð til Danmerkur undir merkjum HSK, en síðast keppti hún á öldungamóti aldamótaárið 2000 og þá í sleggjukasti. Ásta eignaðist soninn Guðmund Garðar hinn 20. desember 1973. Faðir hans er Guðmundur Hlöðversson. Guðmundi litla var búinn beisklegur aldurtili á fjögurra ára afmæli sínu 1977 er hann drukknaði í bæjarlæknum í Hólmi. Ásta hafði þá dvalið á spítala í Reykjavík vegna sýkingar í hjarta, svo reiðarslag hins sára sonarmissis hitti hana enn verr fyrir en ella. Ásta náði sér aldrei af þessu áfalli, né átti hún kost á neins konar úrvinnslu þess, en bar harm sinn í hljóði og byrgði inni trega sinn og tilfinningar. Árið 1978 tóku þau Erlendur Guðmundsson frá Vorsabæ í Austur-Landeyj- um saman, og keyptu fáum árum síðar jörðina Arnarhól í Vestur-Landeyjum, þar sem þau bjuggu búi sínu frá 1983. Foreldrar Erlends voru hjónin Jónína Þórunn Jónsdóttir og Guðmundur J. Jónsson. Ásta og Erlendur eignuðust son- inn Jón Heiðar hinn 13. júlí 1979. Sambýliskona hans er Monika Freysteins- dóttir, og sonur þeirra er Magni Freyr. Ásta var bóndi af lífi og sál. Hún hafði ómælt yndi af hestum, og brúnskjótt folöld voru henni sérstakur happafengur sem glöddu hjarta hennar. Ræktunar- starf sitt lagði hún mikla alúð við og uppskar eftir því ágæta hesta sem hún tamdi sjálf og reyndust liprir og taumléttir reiðhestar. Kunnastur hesta hennar er án efa Farsæll frá Arnarhóli, sem á sínum tíma var meðal fremstu gæðinga landsins, margfaldur Íslandsmeistari í fjórgangi og heimsmeistari áður en yfir lauk. Ásta bjó einnig með sauðfé sem var henni ekki síður kært en hestarnir, ekki síst litfögur lömbin á vorin, og í ræktun fjárins uppskar hún einnig eins og hún sáði til. Umhyggjusemi hennar við skepnurnar var við brugðið, og hún þekkti flesta gripi með nafni og mundi uppruna þeirra í marga ættliði. Utan heimilis greip Ásta í vinnu öðru hverju, svo sem sauðfjárslátrun á Hvolsvelli og í kjötvinnslu Sláturfélags Suðurlands þar, og einnig vann hún um tíma við ræstingar í Hlíðarenda á Hvolsvelli. Þegar lausar stundir gáfust frá samfelldum önnum bústarfanna fékkst Ásta við að mála myndir, sem sýna glöggt formskyn hennar, frumleika og smekk fyrir litum og meðferð þeirra, þótt ekki hefði hún fengið aðra tilsögn en sem nam einu námskeiði í postulínsmálun. Hún var næm á form og línur úti í nátt- úrunni, þar sem andlit og svipmót gátu birst henni í steini við götuna eða viðarbút niðri í fjöru, og þau lífgaði hún við með fáeinum pensilstrokum, svo aðrir gætu séð. Þannig var Ásta opin fyrir umhverfi sínu og fegurð þess. Hún varðveitti í sér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.