Goðasteinn - 01.09.2018, Page 70
68
Goðasteinn 2017
það bil á árinu 1958: „Guðmundur Brynjólfsson á Keldum átti Austur-Búð-
arhólshjáleigu (nú Hólavatn) í Austur-Landeyjum. Á árunum 1853-1879 bjó
þar Kristín Jónsdóttir (f. 3.4.1801 – 11.5.1879) ekkja eftir mann sinn Guðmund
Magnússon (f. 1787 – d. 1.10.1853). Hún átti lifandi tvö börn á unglingsaldri og
hefur vafalítið átt erfitt með að greiða landskuldina. Það var eitt sinn að maður
nokkur kom að Keldum og að máli við Guðmund Brynjólfsson og sagði: „Þú
ættir að byggja henni Kristínu út sem ekkert getur borgað og leigja mér jörð-
ina“. Þá sagði Guðmundur; „Neeei! – Henni Kristínu byggi ég ekki út, hún
borgar alltaf þegar hún getur!“. Magnús var víðlesinn og stálminnugur á menn
og málefni og gat glögglega skýrt frá löngu liðnum atburðum (Mbl. 20. maí
1961).
Kirkjan á Keldum
Líklega hefur verið kirkja á Keldum, allt frá því að Jón Loftsson (f.1124
– d.1.11.1197) lét reisa þar kirkju (1190 – 1197), helgaða Páli postula. Guð-
mundur Brynjólfsson byggði timburkirkju á Keldum árið 1840 í stað torfkirkju
sem þar hafði verið og endurbyggði hana síðan árið 1875. Stendur sú kirkja
enn á Keldum. Kostnaðurinn við kirkjubygginguna varð kr. 3199.51, þar af tók
Guðmundur út í reikning sinn við verslun Lefolii á Eyrarbakka kr. 1565.44.
Uppboð var haldið á braki og öðrum úrgangi úr gömlu kirkjunni og seldist allt
fyrir kr. 326.20. Þar af keypti Guðmundur sjálfur m.a. altarið, predikunarstólinn
og kirkjuhurðina með koparhringnum gamla, sem enn er í útihurð, bæjardyra-
hurðinni, fyrir samtals 116 kr. Kirkjan var í einkaeign, eða bændakirkja, allt til
ársins 1947 þegar Svanborg Lýðsdóttir (f.1.8.1863 – d.31.3.1954) ekkja Skúla
Guðmundssonar og börn hennar 6 gáfu hana söfnuðinum.
Vigfús segir í bókinni Keldur á Rangárvöllum:
„Kirkju sína við embættisgjörðir rækti hann [Guðmundur] meðan þess var
kostur. Er mér það í fersku minni – og rann mörgum til rifja – er Guðmundur
komst síðast í kirkju í lifenda lífi. Það var með þeim hætti, að börn hans tvö (Jón
og Þuríður, – karlmenn í veri) gengu sitt undir hvorri hönd hans og báru hann
þannig að mestu á herðum sér. Þegar að gráðunni kom, kraup hann í knéfallið
og varð að hvíla sig áður en kæmist í sæti sitt við altarið að norðanverðu. Og
þegar risið var úr sætum í messunni, varð hann að halda sér uppi með báðum
höndum á grindum gráðunnar. – Þetta hefur verið á vertíðinni 1880, þegar Guð-
mundur var 85 ára að aldri og ½ árs betur.
Sumarið eftir minnir mig að faðir minn færi oftast í föt sín og sæti þá á rúmi
sínu með létta handavinnu eða lagðist upp í og las í blaði eða bók. En veturinn
næsta, gaddaveturinn mikla, lá hann alveg í rúminu og upp úr því til andláts, 12.