Goðasteinn - 01.09.2018, Qupperneq 189
187
Goðasteinn 2018
hvort við annað. Þau byggðu sér húsið nr. 6 við Vallarbraut í Hvolsvelli og fóru
fljótlega að gróðursetja tré og plöntur á lóðinni og varð úr fallegur garður, sem
vakti athygli svo sem maklegt var. Þau eignuðust dótturina Guðrúnu, fallega
og bráðefnilega stúlku, sem nam hjúkrunarfræði. Unnusti hennar var Sigurð-
ur Davíðsson frá Vestmannaeyjum. Fjölskyldan hlaut að þola þá yfirtak sáru
sorg, að Guðrún veiktist og dó vorið 1983, aðeins 25 ára að aldri. Féll þeim
Ásu og Gunnari dótturmissirinn mjög nær um trega og fékk þeim stórmikils
harms, sem nærri má geta.
Nýverið lagði Ása peninga í sjóð til minningar um dóttur sína; skal verja úr
honum fé til styrktar þeim tónlistarnemum í Rangárvallasýslu, sem lofa góðu.
Gunnar dó á öndverðu ári 1988, á sextugasta-og-öðru aldursári sínu. Hann
ók vörubíl fyrir Kaupfélag Rangæinga og varð seinna framkvæmdastjóri í
húsgagnasmiðju þess. Hann var listasmiður, svo að kalla mátti þjóðhaga. Þá
stjórnaði hann danshljómsveitinni Blástökkum og samdi dægurlög. Trúlega
hefur Réttarsamba orðið kunnast þeirra; það var lengi spilað og sungið við
mikinn fögnuð, bæði til sjávar og sveita. Þar segir frá þeim Gunnu og Jónka,
sem dönsuðu á grundinni við réttarvegginn, þó ekki giska samstiga; hún var
þá ilmvatnsþvegin, uppmáluð og augnabrúnareytt, en hann hafði, að sínu leyti,
rausnast til þess að skeggraka sig og bregða greiðu í rauðan hárlubbann.
Fjórum árum eftir að Ása var orðin ekkja, hóf hún að búa með Snorra Hjart-
arsyni, rafvirkjameistara frá Munaðarhóli á Hellissandi, syni hjónanna Hjart-
ar Jónssonar, bónda og hreppstjóra þar, og konu hans, Jóhönnu Vigfúsdóttur,
húsfreyju og organista. Þau Ása og Snorri áttu heima á Akranesi og þar undi
Ása vel hag sínum og sáu Skagamenn mikið eftir Ásu, þegar hún fluttist þaðan
burt.
Snorri var áður kvæntur Helgu Kristínu Bjarnadóttur, dóttur hjónanna Ást-
hildar Guðmundsdóttur og Bjarna Kristmannssonar á Akranesi, en hafði misst
hana vorið 1990, 59 ára. Þau áttu heima á Vesturgötu 141 á Akranesi. Snorri
starfaði í Sementsverksmiðju ríkisins. Hann var músíkalskur, eins og hann átti
kyn til; söng með Karlakórnum Svönum og Kirkjukór Akranesskirkju. Þau
Ása reistu sér sumarbústað á Rangá. Snorri dó í árslok 2010, 79 ára.
Þau hjónin, Snorri og Helga Kristín eignuðust þrjú börn, þau Ásthildi, Hjört
og Margréti. Ása hafði góðar taugar til stjúpbarna sinna, og hlýjan hug báru
þau til hennar. Hún mundi líka þeirra börn og var þeim holl í hugum; þau
áttu hauk í horni þar sem hún var og þau hlutu af hennar hendi ótaldar aðrétt-
ur og hún prjónaði á þau marga fallega spjör og dögum oftar sendi hún þeim
góðgæti.
Síðustu 5 árin áttu þau saman heimili, Ása og Júlíus P. Guðjónsson, fyrrum