Bændablaðið - 10.10.2024, Side 36
36 Á faglegum nótum Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024
Saga skógræktar á Íslandi er
rakin til stofnunar Skógræktar
ríkisins 1907 en skógrækt bænda
á bújörðum með aðkomu ríkisins
á sér styttri sögu.
F l j ó t s d a l s -
áætlun er talin
vera upphaf skóg-
ræktar á bújörðum
og hófst hún
formlega 25.
júní 1970. Síðan
var verkefnið
Nytjaskógrækt á
bújörðum sett af
stað með laga-
setningu 1984 og var hún stunduð
á nokkrum stöðum á landinu
þar sem skilyrði til skógræktar
þóttu góð. Þegar velgengni þess
verkefnis fór að koma í ljós vildu
fleiri bændur taka þátt og svo fór
að Héraðsskógar á Austurlandi
tóku til starfa 1991 og í kjölfarið
komu Suðurlandsskógar 1997 á
grundvelli lagasetninga. Árið 1999
voru sett lög um landshlutaverkefni
í skógrækt og á grundvelli þeirra
laga voru landshlutaverkefnin
Vesturlandsskógar og Norður-
landsskógar stofnuð og tóku þau
við samningum um nytjaskógrækt á
bújörðum auk þess að gera samninga
við bændur um skógrækt á jörðum
þeirra.
Upphaf má rekja til áhuga bænda
Skjólskógar á Vestfjörðum voru
einnig stofnaðir á grundvelli þessara
laga en á Vestfjörðum hafði ekki
fengist samþykki fyrir því að fara í
nytjaskógrækt á bújörðum þar sem
skilyrði til skógræktar voru ekki
talin nægjanlega góð. Áhugasamir
bændur í Önundarfirði og Dýrafirði
voru ekki sáttir við þá niðurstöðu og
stofnuðu sitt eigið verkefni sem fékk
nafnið Skjólskógar á Vestfjörðum
árið 1997.
Þegar lög um landshlutaverkefni
voru sett 1999 tók landshluta-
verkefnið á Vestfjörðum við nafni og
hlutverki eldri Skjólskóga og gerðu
samninga við áhugasama bændur
líkt og í öðrum landshlutum.
Upphaf skógræktar á bújörðum
má yfirleitt rekja til áhuga bændanna
sjálfra á skógrækt og þeirrar umræðu
og áhrifa sem þeir höfðu sjálfir á
stjórnsýsluna og þingmenn. Þennan
áhuga má líka sjá í stofnun félaga
skógarbænda um allt land en þau eru
fagfélög líkt og hjá öðrum bændum.
Fyrsta skógarbændafélagið var stofnað
á Fljótsdalshéraði 1988 og síðan
fylgdu aðrir landshlutar í kjölfarið
eftir því sem skógrækt óx fiskur um
hrygg á hverju svæði. Landssamtök
skógareigenda voru stofnuð 1997 og
stóðu félög skógarbænda um allt land
að samtökunum en þeim var ætlað að
vinna að hagsmunum skógarbænda
og atvinnugreinarinnar skógræktar.
Málþing í Sælingsdal
Árið 2021 sameinuðust Landssamtök
skógareigenda Bændasamtökum
Íslands og við hlutverki LSE tók
búgreinadeild skógarbænda innan
Bændasamtakanna. LSE var lagt í
dvala og undanfarin ár hefur stjórn
búgreinadeildar skógarbænda,
SkógBÍ, unnið að hagsmunamálum
skógarbænda. Tilgangur SkógBÍ er
að sameina þá sem stunda skógrækt
í atvinnuskyni, hvort sem þeir eru
eingöngu með skógrækt eða stunda
jafnframt aðrar búgreinar. Það er
því ótvíræður hagur skógarbænda
að sameinast undir hatti SkógBÍ til
að leggja sitt af mörkum til að vinna
saman að hagsmunum skógræktar á
bújörðum og auka vægi skógræktar
sem búgreinar. Slíkt vægi skiptir
sérstaklega miklu máli þegar horft
er til samskipta við ríki og stofnanir
þess þar sem skógrækt undir hatti
Bændasamtaka Íslands á aukna
möguleika á að ná til ráðuneyta og
annarra stofnana ríkisins.
Á málþingi Félags skógarbænda
á Vestfjörðum, sem haldið verður
á Laugum í Sælingsdal þann 12.
október næstkomandi, verður
saga skógræktar á bújörðum rakin
með dæmum frá Vestfjörðum og
Vesturlandi auk fleiri fyrirlestra en
á málþinginu verður félagsmálum
skógarbænda og umræðu um
þau gert hátt undir höfði. Ljóst
er að þeir skógarbændur sem
voru félagar í LSE hafa ekki
allir gengið til liðs við SkógBÍ
og því má slagkraftur í samstöðu
skógarbænda vera töluvert meiri.
Því fleiri sem ganga til liðs við
búgreinadeild skógræktar innan
Bændasamtaka Íslands, því öflugri
verður hagsmunabarátta okkar og
samstaðan verður sýnilegri.
Samstaða er nauðsynleg
Við sem stöndum að málþinginu
á Laugum hvetjum því alla
bændur sem eru með skógrækt
á sínum bújörðum, hvort
sem það er skjólbeltaræktun,
skjólskógaræktun, timburskógrækt
eða útivistarskógar með eða án
annarra búgreina til að skoða
af fullri alvöru hvort aðild
að Bændasamtökum Íslands,
búgreinadeild skógarbænda, sé
ekki til þess fallin að efla eigin
hagsmuni jafnt sem heildarinnar.
Ef þið eruð í vafa um kosti þess að
gerast félagar í SkógBÍ þá hvetjum
við ykkur til að mæta á málþingið
á Laugum, hlusta á fyrirlestrana og
spyrja fyrirlesarana spurninga sem
þið viljið fá svör við og fá þannig
upplýsingar um hvað felst í aðild
að SkógBÍ og Bændasamtökum
Íslands.
Samstaða er nauðsynleg til að
ná árangri, við sjáum það best í
skóginum okkar, tré á berangri eiga
erfitt uppdráttar þar sem þau eru
ein að berjast en þau tré sem standa
saman í skóginum dafna flest betur
í sameiginlegu skógarskjóli.
Hlökkum til að sjá ykkur sem
flest á Laugum í Sælingsdal og
taka þátt í umræðum, spjalla um
skóga og skemmta okkur saman.
Höfundur er formaður Félags
skógarbænda á Vestfjörðum.
Skógrækt á bújörðum
Lilja
Magnúsdóttir.
ALLT FRÁ
FYRSTU
HUGMYND AÐ
FULLBÚNU HÚSI
▶ Hönnun og ráðgjöf
▶ Framleiðsla
▶ Uppsetning
▶ Verkefna- / byggingastjórn
Súlur
stálgrindarhús
fyrir atvinnu-, iðnaðar- og
íbúðarverkefni
kristjan@sulurehf.is www.sulurehf.is 669 0803
Starfsmenn Suðurlandsskóga á Selfossi sumarið 2011.
Tuttugu og fimm milljónasta plantan gróðursett hjá Héraðsskógum sumarið 2011. Skógarbændur á Vestfjörðum á keðjusagarnámskeiði á Þingeyri 2013. Myndir / LM
Bændablaðið
www.bbl.is