Bændablaðið - 10.10.2024, Page 38

Bændablaðið - 10.10.2024, Page 38
38 Á faglegum nótum Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Rabobank: Fonterra að ná vopnum sínum á ný Hin árlega skýrsla hollenska land- búnaðarbankans Rabobank um tuttugu stærstu afurðafyrirtæki heims í mjólkuriðnaði, kom út nýverið. Sem fyrr er margt einkar áhuga- vert í þessari samantekt stærsta landbúnaðarbanka heims, en á hans vegum starfa sérfræðingar á ólíkum fagsviðum í landbúnaði. Stóru tíðindin eru að svo virðist sem nýsjálenska afurðafélagið Fonterra sé nú loks á réttri leið og að ná fyrri stöðu sem eitt af sterkustu afurðafyrirtækjum í heimi. Undan þessu forna félagi hafði fjarað í mörg ár, enda hafði félagið staðið í mjög umdeildum fjárfestingum í Kína sem kostuðu á endanum milljarða að komast út úr. Heildarumsvif jukust um 0,3% Eftir hreint ótrúlegt gengi 20 stærstu fyrirtækja heims á næstsíðasta rekstrarári, þegar heildarvelta þeirra jókst um 8,1%, var gengið allt annað síðasta rekstrarár þegar velta þessara 20 fyrirtækja jókst ekki nema um 0,3%, mælt í Bandaríkjadölum. Skýringin á þessari miklu breytingu á milli ára skýrist, að sögn sérfræðinga Rabobank, fyrst og fremst af lækkuðu mjólkurverði en auk þess voru nokkur stórfyrirtæki í þónokkrum vanda á rekstrarárinu. Meirihluti stórfyrirtækjanna gáfu eftir Eitt það áhugaverðasta á þessum lista Rabobank í ár, sjá meðfylgjandi töflu, er sú staðreynd að meirihlutinn af stærstu fyrirtækjum heims í mjólkuriðnaði voru að gefa aðeins eftir, þegar horft er til heildarveltu. Þannig varð veltuminnkun hjá 6 af 10 stærstu fyrirtækjunum á milli ára, mælt í bandarískum dollurum. Þessi tekjulækkun fyrirtækjanna sex var svo umtalsverð að þrátt fyrir að hin fyrirtækin fjögur hefðu bætt við umsvif sín á milli ára, þá varð heildartekjusamdráttur meðal þessara 10 stærstu fyrirtækja. Fór heildarveltan þannig úr 187,1 milljarði dollara niður í 183,9 milljarða dollara sem er heildarsamdráttur um 1,7%. Veltan segir ekki allt Þrátt fyrir að veltutölur síðasta rekstrarárs líti e.t.v. ekki eins vel út og margir hefðu óskað er samt ljóst að veltan segir ekki alla söguna, enda skiluðu mörg af þessum stærstu fyrirtækjum heimsins í mjólkuriðnaði umtalsverðum hagnaði. Sum meira að segja juku hagnaðinn á milli ára, þrátt fyrir að heildartekjurnar hafi dregist saman. Með öðrum orðum náðu sum fyrirtækin að nýta betur framleiðslu- getu sína og mögulega aukið áherslu á framlegðarhærri vörur. Það er í raun afar góður árangur ef litið er til þess hve erfiður þessi alþjóðlegi mjólkurvörumarkaður er, þar sem mörg stór alþjóðleg innkaupafyrirtæki verslunarkeðja ráða miklu. Lactalis stækkar og stækkar Eins og áður segir var gengi fyrirtækjanna misjafnt á síðasta rekstrarári en athygli vekur þó hve stöðugu flugi franska fyrirtækið Lactalis er á. Í fyrsta skipti í sögunni fer heildarvelta eins fyrirtækis í mjólkuriðnaði yfir 30 milljarða dollara eða um nærri 4.200 milljarða íslenskra króna! Frá fyrra rekstrarári nam veltu- aukning Lactalis 5,6% sem er ein mesta aukning 10 stærstu fyrirtækjanna á listanum. Einungis Fonterra jók veltu sína hlutfallslega meira, eða um 6,3%, en vissulega HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com Röð árið Breyting Röð árið Nafn Höfuðstöðvar Ársvelta, Ársvelta, 2024 á milli ára 2023 milljarðar USD* milljarðar ÍSK** 1 1 Lactalis Frakkland 30,2 4.170 2 ↑ 3 Nestlé Sviss 24,1 3.327 3 ↓ 2 Dairy Farmers of America Bandaríkin 21,7 2.996 4 4 Danone Frakkland 19,7 2.720 5 5 Yili Kína 17,5 2.416 6 ↑ 9 Fonterra Nýja-Sjáland 15,1 2.085 7 ↓ 6 Arla Foods Danmörk 14,8 2.043 8 ↓ 7 FrieslandCampina Holland 14,1 1.947 9 ↓ 8 Mengniu Kína 13,9 1.919 10 10 Saputo Kanada 12,8 1.767 11 11 Unilever Holland/Bretland 8,7 1.201 12 ↑ 16 Schreiber Foods Bandaríkin 7,4 1.022 13 13 Savencia Frakkland 7,4 1.022 14 ↓ 12 Gujarat Cooperative MMF Indland 7,2 994 15 ↓ 14 Müller Milk Þýskaland 6,7 925 16 ↑ 17 Sodiaal Frakkland 6,3 870 17 ↓ 15 Agropur Kanada 6,1 842 18 18 DMK Þýskaland 5,9 815 19 19 Froneri Bretland 5,7 787 20 ↑ - Grupo Lala Mexíkó 5,6 773 * Veltutölur fyrirtækjanna eru oft byggðar á áætlun Rabobank ** Miðað við miðgengi Seðlabanka Íslands 6. september 2024 Veltuminnkun var hjá sex af tíu stærstu afurðafyrirtækjunum í mjólkuriðnaði á milli ára, mælt í bandarískum dollurum. Mynd / Seges

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.