Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 41

Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - 551-5464 www.wendel.is - wendel@wendel.is HILLTIP VETRARBÚNAÐUR ____________________ SNJÓTENNUR, FJÖLPLÓGAR, SALT - OG SANDDREIFARAR Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is Verð 4.490.000,- Við auglýsum svo sannarlega ekki “verð frá”. VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ SERES 3 Luxury Rafmagnsbíllinn býður upp á ríkulegan staðalbúnað og frágang í hæsta gæðaflokki! Vöktun á skógum Íslands Land og skógur Íslensk skógarúttekt (ÍSÚ) er samheiti fyrir nokkur verkefni hjá Landi og skógi þar sem meginmarkmiðið er að safna saman á vísindalegan hátt upplýsingum um skóga og skógrækt á Íslandi. Sérstakt teymi hjá stofnuninni hefur það hlutverk að hanna og halda úti kerfi þar sem safnað er gögnum um skóg- og kjarrlendi á Íslandi sem stenst vísindalegar kröfur um áreiðanleika og nákvæmni. Úr upplýsingunum sem verkefnahópurinn safnar eru unnin gögn í: • Árlegt bókhald gróðurhúsa- lofttegunda varðandi skóg- og kjarrlendi, skógrækt og innlendar viðarafurðir. • Spá um losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda vegna skóg- og kjarrlendis, skógræktar og innlendra viðarafurða sem gerð er annað hvert ár. • Árleg tölfræði um flatarmál, viðarmagn, lífmassa, kolefnisforða og kolefnisbreytingar á skóg- og kjarrlendi á Íslandi með meiru. • Tölur í skýrslur FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, um skógarauðlindir jarðarinnar (Global Forest Resources Assessment) og um stöðu skóga Evrópu (State of Europe‘s Forests) sem gefnar eru út fimmta hvert ár. Fjögur meginverkefni 1. Gagnagrunnur um skóga á Íslandi. Safnað er saman árlega í landfræðilegan gagnagrunn upp- lýsingum um staðsetningu og afmörkun nýskógræktar á vegum opinberra stofnana og verkefna ásamt kortlagningu eldri skógræktar. Þessi grunnur er m.a. nýttur til að leggja út mælifleti í Landsskógarúttekt (sjá hér að neðan). Í sérstakri vefsjá um skóglendi á Íslandi, Skóglendisvefsjá, er að finna upplýsingar um bæði ræktaða skóga og náttúrulegt birki. Þar eru einnig aðgengileg til niðurhals landupplýsingagögn um skóglendi á Íslandi. 2. Landsskógarúttekt á ræktuðum skógum. Í Landsskógarúttekt eru lagðir út mælifletir í skógum landsins samkvæmt föstu kerfi. Í ræktuðum skógum er fjarlægð milli mæliflata 0,5 km í austur-vesturstefnu og 1,0 km í norður-suðurstefnu. Hver mæliflötur er heimsóttur á fimm ára fresti og framkvæmdar skógmælingar, mælingar á botngróðri og fleiri athuganir. Þannig er hægt að fylgjast með framþróun skógræktar, þar með talið kolefnisbindingu skóganna. Sérstakar mælingar á sjálfsáningu trjátegunda hafa verið gerðar undanfarin þrjú ár. 3. Landskógarúttekt á náttúrulegu birki á Íslandi. Verkefnið er mikilvægur hluti af því að vakta vernd og endurheimt birkiskóga á Íslandi auk þess að vera nauðsynleg upplýsingaöflun vegna kolefnisbókhalds skóga. Mælifletir eru lagðir út á svipaðan hátt og í Landsskógarúttekt á ræktuðum skógum en fjarlægðin milli mæliflata er tvöfalt meiri, þ.e. 1,0 km í austur- vestur og 3 km í norður-suður. Hver mæliflötur er heimsóttur á tíu ára fresti og mælingar gerðar. Árið 2021 var lokið við að mæla alla mælifleti í birkiskógum í annað sinn. Þriðja mæling á mæliflötum í birkiskógum hefst árið 2025. 4. Úrvinnsla jarðvegs- og svarðsýna úr Landsskógarúttekt. Safnað hefur verið miklu magni af jarðvegs- og svarðsýnum í landsskógarúttektum síðustu ára. Svarðsýnið hefur að geyma gróður og dautt lífrænt efni (kallað sóp) í skógarbotninum ásamt húmus-lagi jarðvegsins. Verið er að vinna úr og meta kolefnisforða í jarðvegi, botngróðri og sópi. Keypt voru ný greiningartæki í samstarfi með Landbúnaðarháskóla Íslands sem nýtt eru til mælinganna. Með sameiningu tveggja eldri stofnana í Land og skóg um síðustu áramót jukust möguleikar til að vinna úr jarðvegssýnum í rannsóknastofum stofnunarinnar í Gunnarsholti og á Mógilsá. Önnur verkefni teymis Íslenskrar skógarúttektar (ÍSÚ) Auk þess sem áður er nefnt vinnur teymi ÍSÚ einnig að stöðugri þróun úttektanna til að nákvæmni þeirra, hagkvæmni og áreiðanleiki aukist. Notast er við nýjustu tækni hverju sinni, svo sem með fjarkönnun, myndgreiningu og skógmælingum með hjálp gervigreindar. Teymið skipuleggur og framkvæmir sérstakar úttektir tengdar skógum og skógrækt fyrir þriðja aðila sem þess óskar. Innheimtur er kostnaður fyrir úttektir sem þessar en slík starfsemi skal ekki vera í samkeppni við einkaaðila. Teymið heldur úti, viðheldur og bætir Skógarkolefnisreikni eftir því sem ný gögn og nýjar rannsóknaniðurstöður gefa tilefni til. Arnór Snorrason, stjórnandi Íslenskrar skógarúttektar og Pétur Halldórsson kynningarstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.