Bændablaðið - 10.10.2024, Page 46

Bændablaðið - 10.10.2024, Page 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024Af vettvangi ændasamtakanna Skemmtilegur dagur Dagur landbúnaðarins er fram undan, nánar tiltekið á morgun 11. október, og ég er ekki í nokkrum vafa um að hann verður bæði áhugaverður og skemmtilegur. Það er nefni- lega þannig að hvort heldur sem umræðan snýst um hlut- verk íslenska landbúnaðarins eða tækifæri hans verður hún bæði framsækin og spennandi. Og þegar athyglin beinist að stöðu landbúnaðarins í dag og afkomu bænda, sem vissulega á enn þá í vök að verjast, skiptir sú staðreynd miklu máli að um þessar mundir þarf enginn að velkjast í vafa um þann vilja stjórnvalda og reyndar þjóðarinnar allrar að festa hann kirfilega í sessi til langrar framtíðar. Í tilefni dagsins er blásið til málþings á Selfossi og kennir þar ýmissa grasa. Vonandi verður umræðan þess eðlis að eftir henni verði tekið og í þeim efnum horfi ég ekki síst til fjölmiðla sem sýnt hafa málefnum okkar mikinn og þakkarverðan áhuga síðustu misserin. Með því að leggja við hlustir á málþinginu geta þeir eflaust fundið sér áhugaverða vinkla til þess að fjalla um í framhaldinu. Á laugardeginum opna síðan nokkrir bændur á Suðurlandi hús sín og bjóða gestum og gangandi bæði að skoða búreksturinn og kaupa afurðir sínar beint frá býli. Málþinginu er langt í frá ætlað að vera eintal um ágæti landbúnaðarins. Við munum t.d. heyra raddir Alþýðusambands Íslands og Samtaka verslunar og þjónustu sem væntanlega munu spegla kröfur neytenda um ásættanlegt vöruverð og heimtingu viðskiptalífsins á viðunandi samkeppnisumhverfi. Að mínu viti eru báðir hóparnir kærkomnir samherjar okkar og þar af leiðandi alls ekki andstæðingar. Bændur hafa að sjálfsögðu engin markmið önnur en að þjóna neytendum sem allra best. Til viðbótar við hagkvæma innanlandsframleiðslu er hluti af því einnig að heyja drengilega samkeppni við innflutning og stöðugt fjölbreyttara fæðuframboð á heilbrigðum grundvelli. Íslensk þjóð þarf samt að vera sinn eigin herra að svo miklu leyti sem unnt er hvað varðar fæðuöryggi sitt. Í þeim efnum skiptir landbúnaðurinn miklu máli og fróðlegt verður að hlýða á nýráðinn framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, Margréti Ágústu Sigurðardóttur, fjalla um þann þátt á málþinginu. Erindi Arnars Más Elíassonar, forstjóra Byggðastofnunar, verður ábyggilega ekki síður athyglisvert. Stofnunin hefur með aðkomu Evrópska fjárfestingarbankans tryggt sér möguleika til þess að veita allt að 90% lán til kaupa á bújörðum sem auðvitað getur skipt nýliðun í bændastéttinni afar miklu máli. Ég er viss um að lífleg umræða mun skapast um bæði þessi framangreindu mál á þinginu og sömuleiðis t.d. um gullhúðun EES-reglugerða sem Margrét Einarsdóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, mun fjalla um. Erindi Sveins Margeirssonar, framkvæmdastjóra nýsköpunar og loftslagsmála hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi, um tækifærin í endurnýjanlegum auðlindum og upplýsingagjöf um sjálfbæra þróun, verður ábyggilega ekki síður athyglisvert. Fjöldi góðra gesta, sem of langt mál er að telja upp hér, mun svo taka þátt í pallborðs- umræðum sem eflaust verða líflegar. Fróðlegt verður svo að fylgjast með sófaspjallinu svokallaða við matvælaráðherra, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur. Í samskiptum okkar síðustu vikur og mánuði hefur hún bæði sýnt málefnum landbúnaðarins mikinn áhuga og skilning. Við höfum rætt um mikilvægi þess að nýir búvörusamningar muni í senn verða til þess að eggja íslenska bændur til dáða og tryggja neytendum óaðfinnanlegt aðgengi að fyrsta flokks matvæla- framboði. Markmiðin eru metnaðarfull og áskorandi og vonandi mun niðurstaða samningaviðræðnanna endurspegla þennan sameiginlega vilja. Íslenskt samfélag er í bílstjórasætinu þegar umgjörð íslenska landbúnaðarins er annars vegar. Það er sem betur fer sinn eigin gæfu smiður. Við erum vissulega ekki óháð aðstæðum í alþjóðasamfélaginu, stríðsátökum, náttúruhamförum, hlýnun jarðar o.s.frv. Í aðalatriðum ráðum við samt för þegar nýting hinna íslensku náttúruauðlinda okkar, ræktun, framleiðsla matvæla og gæði þeirra er annars vegar. Andhverfa þess að hafa örlögin í sínum eigin höndum sést t.d. í þeim ógnunum sem felast í súrnun og mengun sjávar fyrir auðlindir hinna alþjóðlegu hafsvæða. Þar ráðum við auðvitað engu í stóra dæminu og heldur engu um ógnir í Atlantshafinu eða íslenskri landhelgi. Sjórinn hvorki þekkir né virðir nokkur landamæri. Önnur mikilvæg útflutnings- verðmæti okkar Íslendinga eru einnig háð ytri aðstæðum sem við höfum litla sem enga stjórn á sjálf. Tískustraumar ferðamennskunnar geta t.d. eflaust verið fallvaltir enda þótt hreinleiki og fegurð íslenskrar náttúru glati vonandi aldrei aðdráttarafli sínu. En það eru einmitt duttlungar þeirrar sömu móður jarðar, t.d. með eldsumbrotum sínum, sem geta nánast á einni nóttu orðið alvarleg hindrun fyrir móttöku milljóna ferðamanna á hverju ári eða dregið úr kjarki þeirra og áhuga á að sækja heim þessa óútreiknanlegu eyju elds og ísa. Á þessum þáttum höfum við enga stjórn frekar en t.d. hinum miklu sveiflum í heimsmarkaðsverði á áli sem ráða svo miklu um tekjur okkar af raforkuframleiðslunni. Eitt breytist samt ekki og ávallt er hægt að ganga að því vísu: Fólk þarf að borða. Og væntanlega mun það heldur ekki breytast að landsmönnum haldi áfram að fjölga. Til viðbótar munu kröfurnar um gæði matvælanna og heilbrigðan uppruna þeirra verða stöðugt fyrirferðarmeiri. Þar getur íslenskur landbúnaður staðið hnarreistur í fylkingarbrjósti, jafnt hér á heimamarkaði sem annars staðar. Þess vegna verður umræðan á degi landbúnaðarins án efa bæði fróðleg og skemmtileg. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Pistill formanns Eitt breytist samt ekki og ávallt er hægt að ganga að því vísu: Fólk þarf að borða ... Trausti Hjálmarsson. 13. nóvember- Vestfirðir Kl. 12:00 - Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði Kl. 17:00 - Félagsheimilið Patreksfirði 8. nóvember Kl. 12:00 - Félagsheimilið Tjarnarlundur, Búðardalur 4. nóvember Kl. 12:00 - Félagsheimilið Félagslundur, Flóahreppur Kl. 16:00 - Félagsheimilið Hvoll, Hvolsvelli 5. nóvember Kl. 12:00 - Flatey á Mýrum Kl. 20:00 - Barnaskólinn á Eiðum 6. nóvember Kl. 12:00 - Öxi, Kópaskeri Kl. 17:00 - Félagsheimilið Breiðamýri, Þingeyjarsveit Kl. 16:00 - Miðgarður, Varmahlíð 7. nóvember Kl. 12:00 - Hlíðarbær, Akureyri Kl. 20:00 - Félagsheimilið Þinghamar, Borgarbyggð Landbúnaður hefur þá sérstöðu að vera frumframleiðandi, hvort sem um ræðir matvæli, timbur eða önnur hráefni sem ræktuð eru á landi. Umræðan um loftslagsaðgerðir í landbúnaði þarf að taka mið af þeirri sérstöðu. Í umsögn Bænda- samtakanna um nýja og uppfærða aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er lögð höfuðáhersla á að kvaðir, markmið og aðgerðir í loftslagsmálum landbúnaðarins byggi á og taki mið af fæðuöryggi, matvælaöryggi og sjálfbærum rekstri býla. Þessar áherslur tengjast beint skyldum Íslands í alþjóðamálum og stefnumörkun stjórnvalda, svo sem stefnum um matvæli, landbúnað, þjóðaröryggi og byggðaáætlun. Bændasamtökin horfa þess vegna jákvæðum augum á aðgerða- áætlun stjórnvalda í loftslags- málum. Sú sviðsmynd sem margir aðilar hafa dregið upp af áætluninni um að henni fylgi eintómur kostnaður og enginn ávinningur er ekki í samræmi við mat samtakanna. Flestar aðgerðir í aðgerðaáætlun stjórnvalda sem snúa að landbúnaði hafa jákvæð langtímaáhrif á afkomu og jákvæð efnahagsleg áhrif þó stofnkostnaður geti verið hindrun. Í umsögn Bændasamtakanna kemur fram að íslenskir bændur eiga í reynslubankanum bæði aðgerðir og útfærslur í stuðningskerfi landbúnaðar með jákvæðum hvötum sem hafa skilað góðum árangri við innleiðingu nýrra aðferða. Öflugt skýrsluhald og ráðgjafarþjónusta í landbúnaði er líklega eitt besta dæmið um innleiðingu á aðferðum sem hafa skilað mikilli þekkingu, framförum og bættri afkomu bænda. Þessar aðgerðir hafa einnig skilað gríðarlegum árangri í loftslagsmálum en frá árinu 2005 hefur náðst tæplega 30% samdráttur á hverja framleidda einingu í íslenskum landbúnaði. Þannig má í reynd fullyrða að með sterkum grunnstoðum og jákvæðum hvötum sé hægt að halda áfram á sömu braut árangurs. Af því mikið hefur verið talað um umsögn Viðskiptaráðs um aðgerðaáætlunina þá verður að nefna að ráðið lagði það mat á aðgerðir í landbúnaði að nánast engar þeirra hefðu jákvæð áhrif. Þetta mat ráðsins byggir á einhverjum misskilningi. Sem dæmi má nefna er innleiðing á umhverfisbókhaldi landbúnaðarins aðgerð sem snýst fyrst og fremst um að nýta þær upplýsingar sem bændur eru þegar að skrá í skýrsluhaldið. Bændur eru alvanir að skrá upplýsingar í skýrsluhaldið og vinna með þau gögn sem bústjórnartæki. Kynbótastarfið byggir sem dæmi á þess háttar vinnu. Umhverfisbókhald, loftslagsbókhald eða hvaða nöfnum sem það er nefnt er í grunninn bara tól til að fylgjast með notkun á aðföngum, afurðasemi á búum og tengslum þessara þátta við kolefnislosun. Samhliða gefa slík tól möguleika á að bændur geti borið sig saman við önnur sambærileg bú og þannig sett sér markmið í sínum rekstri. Í þessu samhengi verður að hafa í huga að bætt afurðasemi og minni notkun aðfanga er í báðum tilfellum jákvæð stærð í afkomu bænda. Þessa dagana vinna Bænda- samtökin að útgáfu á Loftslagsvegvísi landbúnaðarins þar sem nánar verður fjallað um einstakar aðgerðir í loftslagsmálum og tengingu þeirra við aðgerðaáætlun stjórnvalda. Grunnstefið er að við höldum áfram á sömu braut árangurs, styrkjum grunninn, innleiðum hratt nýjar sannprófaðar aðgerðir og nýtum til þess jákvæða hvata. Með allt þetta að leiðarljósi mun íslenskur landbúnaður vera vel fær um að halda áfram að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum og framleiða loftslagsvænstu afurðir heims. Höfundur er sjálfbærni- sérfræðingur hjá BÍ. Hilmar Vilberg Gylfason. Eru loftslagsmál bara kostnaður? OG VINNUM ÚR ÞEIM LAUSNIR TÖKUM AÐ OKKUR VERKEFNI VHE • Melabraut 27 Hafnarfjörður • Hraun 5 Reyðarfirði Sími 843 8804 • Fax 575 9701 • www.vhe.is • sala@vhe.is Í loftslagsvegvísi landbúnaðarins verður nánar fjallað um einstakar aðgerðir í loftslagsmálum og tengingu þeirra við aðgerðaáætlun stjórnvalda. Mynd / sp

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.