Bændablaðið - 10.10.2024, Side 53

Bændablaðið - 10.10.2024, Side 53
53Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Fjórða árið í röð hefur Birgir Steinn Birgisson hjá Garðyrkju- stöðinni Ficus í Hveragerði framleitt Októberstjörnuna en hluti ágóða af sölu hennar rennur beint til Krabbameinsfélagsins. Í febrúar fékk Birgir útgefið einkaleyfi á notkun orðsins Októberstjarnan. Heitið notar hann um fagurbleikt yrki jólastjörnu ´J´Adore Pink´sem blómstrar í október. Framleiðsla blómsins hefur vaxið ár frá ári síðan Birgir tók upp á framleiðslu þess árið 2020. Í ár framleiðir hann rúmlega 4.000 Októberstjörnur sem verða fáanlegar nú í október í ýmsum verslunum um land allt. Tíu prósent af söluandvirði Októberstjörnunnar mun renna til Krabbameinsfélagsins. /ghp Veitulausnir ENDURVINNSLA Í 80 ÁR Út er komin önnur bókin í ritröðinni Sagnaþættir úr Borgarfirði. Fjórir snillingar er heiti bókar sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefur nú út en hún er önnur í ritröð sem nefnd er Sagnaþættir úr Borgarfirði. Í fréttatil- kynningu segir að bókin hafi að geyma persónu- þætti þar sem sagt sé frá ævi og störfum nokkurra áhugaverðra einstaklinga sem settu svip sinn á samfélagið í Borgarfirði á ýmsum tímum. Fjallað er um tvo bændahöfðingja sem stóðu framarlega í helstu framfaramálum héraðsbúa á fyrri hluta 20. aldarinnar og tvö skáld sem Helgi telur vert að lyfta upp á sjónarsviðið, annað átti sitt blómaskeið fyrir aldamótin 1900 og hitt um aldamótin 1600. Allt hafi þetta verið yfirburðamenn, hver á sínu sviði. Þeir karlar sem eru í aðalhlutverkum í bókinni eru Davíð Þorsteinsson, stórbóndi á Arnbjargar- læk, Kristján F. Björnsson, bóndi og byggingarmeistari á Steinum, Sigurður Eiríksson, afkastamikið skáld og þýðandi og Bjarni skáldi, eða Bjarni Borgfirðingaskáld. Bókin er fáanleg hjá höfundi. /sá Fjórir snillingar Fjögur þúsund Októberstjörnur Birgir Steinn Birgisson innan um Októberstjörnurnar en hluti af ágóða sölu hennar rennur til Krabbameinsfélagsins. Myndir / ghp

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.