Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 53

Bændablaðið - 10.10.2024, Qupperneq 53
53Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Bleikur er orðinn einn einkennislitur október, þökk sé Bleiku slaufunni, árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Fjórða árið í röð hefur Birgir Steinn Birgisson hjá Garðyrkju- stöðinni Ficus í Hveragerði framleitt Októberstjörnuna en hluti ágóða af sölu hennar rennur beint til Krabbameinsfélagsins. Í febrúar fékk Birgir útgefið einkaleyfi á notkun orðsins Októberstjarnan. Heitið notar hann um fagurbleikt yrki jólastjörnu ´J´Adore Pink´sem blómstrar í október. Framleiðsla blómsins hefur vaxið ár frá ári síðan Birgir tók upp á framleiðslu þess árið 2020. Í ár framleiðir hann rúmlega 4.000 Októberstjörnur sem verða fáanlegar nú í október í ýmsum verslunum um land allt. Tíu prósent af söluandvirði Októberstjörnunnar mun renna til Krabbameinsfélagsins. /ghp Veitulausnir ENDURVINNSLA Í 80 ÁR Út er komin önnur bókin í ritröðinni Sagnaþættir úr Borgarfirði. Fjórir snillingar er heiti bókar sem Helgi Bjarnason blaðamaður hefur tekið saman og gefur nú út en hún er önnur í ritröð sem nefnd er Sagnaþættir úr Borgarfirði. Í fréttatil- kynningu segir að bókin hafi að geyma persónu- þætti þar sem sagt sé frá ævi og störfum nokkurra áhugaverðra einstaklinga sem settu svip sinn á samfélagið í Borgarfirði á ýmsum tímum. Fjallað er um tvo bændahöfðingja sem stóðu framarlega í helstu framfaramálum héraðsbúa á fyrri hluta 20. aldarinnar og tvö skáld sem Helgi telur vert að lyfta upp á sjónarsviðið, annað átti sitt blómaskeið fyrir aldamótin 1900 og hitt um aldamótin 1600. Allt hafi þetta verið yfirburðamenn, hver á sínu sviði. Þeir karlar sem eru í aðalhlutverkum í bókinni eru Davíð Þorsteinsson, stórbóndi á Arnbjargar- læk, Kristján F. Björnsson, bóndi og byggingarmeistari á Steinum, Sigurður Eiríksson, afkastamikið skáld og þýðandi og Bjarni skáldi, eða Bjarni Borgfirðingaskáld. Bókin er fáanleg hjá höfundi. /sá Fjórir snillingar Fjögur þúsund Októberstjörnur Birgir Steinn Birgisson innan um Októberstjörnurnar en hluti af ágóða sölu hennar rennur til Krabbameinsfélagsins. Myndir / ghp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.