Bændablaðið - 10.10.2024, Síða 57

Bændablaðið - 10.10.2024, Síða 57
57Líf & starfBændablaðið | Fimmtudagur 10. október 2024 Setja skal inn tölur frá 1-9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Erfinginn: Þórdís Laufey Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sveitakeppni eldri spilara og hins vegar tvímenningi í sama aldursflokki. Tvímenninginn unnu Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson. Sveitakeppnina vann sveit Gauksins, þau Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Gaukur Ármannsson, Svala Pálsdóttir og Rosemary Shaw. Aðalsteinn og Sverrir unnu einnig bötlerinn. Í flokki 70 ára og eldri vann ML-sveitin gullið líkt og um langt árabil. Liðið er skipað gömlum nemendum úr ML og tveimur fyrrverandi skólameisturum svo nokkuð sé nefnt! Í lokaumferðinni reyndu liðsmenn Gauksins, þær Svala og Rosemary, að vinna fjögur hjörtu, skásta geimið á 4-3 fittið. Svala spilaði spilið og eftir að vörnin tók þrjá fyrstu slagina í tígli var skipt yfir í spaða. Svala hugsaði sig aðeins um en setti svo ás. Svínaði laufi og það gekk. Nú þurfti ekki annað en að trompið lægi 3-3 til að 420 stig lægju á borðinu. 4-2 legan þýddi þó að spilið fór niður. Sagnir afhjúpuðu veikleika í tígli og 4 hjörtu er mun skárra geim en 3 grönd, sem væru nánast vonlaus jafnvel í 4-3 legunni. Þótt báðar svörtu svíningarnar myndu heppnast sem þær gera ekki. Þeir sem spila hálitageim á 4-3 fitt í sambærilegum höndum eru iðulega lengra komnir. Byrjendur hafa vonandi gagn að svona pælingum. Umsjón: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara Björn Þorláksson. Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í opna Íslandsmótinu í skák á Akureyri árið 2019. Á mótinu tefldu nokkrir erlendir skákmenn, bæði stórmeistarar og keppendur af öllum styrkleikum. Tómas hafði svart gegn Þjóðverja nokkrum að nafni Ansgar Barthel sem þá var nokkuð stigahærri en Tómas, en það kom ekki að sök. Íslandsmót skákfélaga Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fór fram í Rimaskóla í Reykjavík helgina 4.–6. október. Skákfélög af öllu landinu taka þátt í mótinu sem er með deildarskiptu fyrirkomulagi, ekki ósvipað og tíðkast í boltaíþróttum. Sterkustu liðin eru í Úrvalsdeild og svo eru 4 aðrar deildir. Alls tóku þátt um 450 skákmenn þátt í mótinu á öllum aldri og er þetta einn af hápunktunum í íslensku skákstarfi. Fjallað verður um það mót í næsta skákpistli. Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband. Umsjón: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is Svartur á leik. 33…..Df5 skák…og hvítur gafst upp. Það er sama hvert hvíti kóngurinn fer. Ef hann fer á h2 kemur skák með riddara á f3 og drottning hvíts fellur í næsta leik. Ef hann fer á g3 eða g2 kemur skák frá hrók á g1. Hvítur getur vissulega drepið hrókinn með drottningu en þá fellur hún í staðinn og eftirleikurinn verður auðveldur fyrir svartan enda þá með drottningu og riddara gegn hrók. Öruggur sigur án vandræða Hermann Aðalsteinsson. Nafn: Þórdís Laufey Ragnarsdóttir. Aldur: 4 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Akureyri. Skemmtilegast í skólanum: Leika. Áhugamál: Perla, lita og spila. Tómstundaiðkun: Ég æfi dans. Uppáhaldsdýrið: Máttur og Vinur, hestarnir hans afa Jonna. Uppáhaldsmatur: Makkarónugrautur. Uppáhaldslag: Lagið um það sem er bannað. Uppáhaldslitur: Bleikur. Uppáhaldsmynd: Sing og Madagascar. Fyrsta minningin: Ég veit ekki. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert?: Fara í stóra flugvél til útlanda. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?: Vinna á sjúkrahúsi og flugkona. Létt Miðlungs Þung Þyngst Viltu taka þátt ? Hafðu samband. sigrunpeturs@bondi.is Tómas Veigar Sigurðarson. SUDOKUÞRAUTIR HUGARÍÞRÓTTIR Norður AQJ75 A765 J84 5 Vestur 1064 84 AKQ109 842 Austur K932 10932 53 KJ7 Suður 8 KQJ 762 AQ10963 Vestur gefur/enginn á hættu: Sigursveit Gauksins. Gunnar Björn Helgason veitti verðlaunin. ML-sveitin sýnir og sannar að aldur er engin fyrirstaða er kemur að keppnisbridds. Mynd / AJ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.