Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 4

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 4
2 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 Pétur Steinar jóhannsson Lesendur góðir! Frá síðasta Sjómannadegi hefur margt breyst til hins betra í mál- efnum sjávarútvegsins hér í Snæ- fellsbæ. Nýir og öflugir bátar hafa bæst í flota okkar og stærri bátar eru að koma í stað nokkurra þeirra sem fyrir eru. Þá var á síð- asta ári reist stórt fiskvinnsluhús í Olafsvík og annað hús er í smíð- um í Rifi. I maí sl. var skrifað undir stofnun á Rannsóknarsetri um lífríki sjávar í Breiðafirði sem staðsett verður í Ólafsvík. Engin vafi er að þessi starfsemi mun auka mjög þekkingu manna á líf- ríkinu í sjónum og sjómenn munu væntanlega koma þar mikið að máli með sinni reynslu. Að þessu rannsóknarsetri koma hags- munaaðilar í sjávarútvegi á Snæ- fellsnesi og víðar. Þó margt gott sé framundan eru þó blikur á lofti þar sem Hafró hefur boðað skerð- ingu á aflaheimildum á næsta fisk- veiðiári. Vonandi er þó að því verði ekki. Á sl. ári voru bundin inn þau Sjómannadagsblöð Snæfellsbæjar sem út hafa komið og eru þau í tveimur bindum. I fyrra bindi eru blöð frá 1987 til 1999 og í seinna bindi eru blöð frá 2000 til og með 2005. Þetta eru mjög eigulegar bækur og afar gott að hafa þennan fróðleik sem í þeim er á einum stað. Eg vil hér með þakka Skúla Alexanderssyni fyrir mjög góðan stuðning við þetta verkefni, en það var Páll Halldórsson þyrlu- flugmaður sem vann þetta verk. I þessu blaði sem þið nú sjáið er byrjað á hugvekju eftir sr. Magnús Magnússon í Ólafsvík. Viðtal er við Sveinbjörn Benediktsson fyrr- verandi póst- og símstöðvarstjóra á Hellissandi, en hann lést á sl. vetri. Hann tók m.a. þátt í útgerð- arrekstri með hinum fræga afla- manni Sigurði Kristjónssyni, en saman gerðu þeir út Skarðsvíkina SH205. Sveinbjörn segir skemmtilega og einlæglega frá sínum störfum í viðtali við Inga Dóra Einarsson. Asgeir Jóhannesson tekur saman upphaf að starfsemi Hraðfrysti- húss Ólafsvíkur en það hóf starf- semi 1939. Rekstur þess olli breyt- ingum á starfsháttum sem urðu til mikilla framfara í Ólafsvík Viðtal er við Skúla Alexandersson fv. oddvita í Neshreppi utan Ennis og þingmann Vesturlandskjördæmis. Skúli hefur frá mörgu að segja en hann kom á Hellissand 1952. Hann tók mikinn þátt í uppbygg- ingu staðarins og var þar í forystu í langan tíma. Grein er úr bókinni Saga Ólafsvíkur, fyrra bindi eftir Gísla Agúst Gunnlaugsson sagnfræðing, en þar segir frá upp- hafi vélbátaútgerðar í Ólafsvík. Viðtöl eru við ýmsa menn s.s. Elí- as J. Róbertsson sem rekur vél- smiðju í Ólafsvík og Heiðar Magnússon skipstjóra en hann er einn af hinum ungu og upprenn- andi útgerðarmönnum í Snæfells- bæ. Þá er skemmtileg grein eftir Þorkel Guðbrandsson,en þar segir frá vertíðarstemmingu í frystihúsi Dagsbrúnar í Ólafsvík árið 1956. Gissur Tryggvason í Stykkishólmi skrifar um hið merka félag Báta- tryggingu Breiðafjarðar sem starf- aði í rúm 60 ár. ÖIi Sverrir Sigur- jónsson apótekari í Ólafsvík segir frá síldarúthaldi í Norðursjó. Þá eru ýmsar greinar og frásagnir, að ótöldum myndum sem safnað hefur verið. Eg vil að lokum þakka öllum þeim sem lögðu til efni, myndir og fleira. Síðast en ekki síst þakka ég þeim er auglýstu í blaðinu og styrktu það á ein- hvern hátt. Ég óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sjómannadags. EFNISYFIRLIT 3 Ahættudjúpið Sr. Magnús Magnússon 4 Sveinbjöm Benediktsson Ingi Dóri Einarsson 13 Bréf skrifað af Hinrik Konráðssyni Pétur S. Jóhannsson 15 Upphaf Hraðfiystihúss Ólafsvíkur h.f. Asgeir J óhannesson 18 Ræða á sjómannadegi í Ólafsvík Bjarni Ólafsson 20 Gamlar myndir úr HÓ Þórður Þórðarson 21 Síldveiðar í Norðursjó Óli Sverrir Sigurjónsson 24 Upphaf vélbátaútgerðar í ólafsvík Gísli Ágúst Gunnlaugsson 27 Bátatrygging Breiðafjarðar Gissur Tryggvason 29 Minningabrot frá Ólafsvík Þorkell Guðbrandsson 33 Myndir ffá sjómannadegi í Gmndarfirði 2005 34 Rækjan kemur og rækjan fer Kristján Guðmundsson 35 Spurningar til sjávarútvegsráðherra Einar Kristinn Guðfinnsson 37 Skúli Alexandersson Pétur S. Jóhannsson 40 Myndir frá sjómannadegi á Hellissandi ogRifi 2005 41 Myndir frá sjómannadegi í Ólafsvík 2005 48 Myndir frá sjómannadegi í Stykkishólmi 2005 50 Ræða á sjómannadegi á Hellissandi 2005 Konny B. Leifsdóttir 52 Minni sjómanna Jóhanna Jónasdótdr 54 Sjómannadagurinn í Ólafsvík 2005 55 Ymsar myndir 56 Fyrsta sjóferðin Þorsteinn Jakobsson 59 Iðni og athafnasemi Magnús Magnússon 63 Lét slag standa Pétur S. Jóhannsson 66 Myndir úr safni Hinriks Konráðssonar 67 Sjómannadagspredikun Gunnar Örn Gunnarsson 71 Betri í dag en í gær Guðmundur Smári Guðmundsson 73 Ætlaði að verða bifreiðasmiður Jóhann Pétursson 77 Rannsóknarsetur Kristinn Jónasson 78 Sjómannadagurinn á Hellissandi og Rifi 2005 Stefán Jóhann Svansson 79 Varðskipið Óðinn Ásdís Ósk Guðbjörnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.