Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 7

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Blaðsíða 7
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 5 sonar, sem hafði verið flutt frá Ólafsvík. Vildu þeir líka eignast húsnæði Tang og Riis og var tekist á um stóran bita sem endaði með því að kaupfélagsmenn höfðu bet- Þorvarðarsyni í Sjólyst og fleirum. Tókum við á mód flöttum fiski og söltuðum hann. Stundum var langt liðið á nótt þegar við fórum heim og oft mættum við þá fyrst- Hraunprýði á Hellissandi. Heimili Ástrósar og Sveinbjarnar. ur. Þá keypti faðir minn Sæmund- arhús, sem hann síðar nefndi Bjarg. Verslunaraðstaðan á neðri hæðinni lá ekki á lausu fyrr en samningurinn við kaupfélagið rann út þannig að faðir minn byrjaði að versla fyrsta árið í stof- unni á efri hæðinni. Verslunin hét Verslun Benedikts S. Benedikts- sonar. Þú varst 9 ára þegar þú komst fyrst á Sand? Já og kunni strax einstaklega vel við mig. Það var líf og fjör á Sandi, við vorum t.d. tuttugu og eitt sem fermdumst saman. Eg eignaðist fljótt vini, þar á meðal Kristófer á Hellu, Boga í Sjólyst og þó sérstaklega Tryggva Eð- varðs. Við Tryggvi ólumst nánast upp saman enda stutt á milli húsa. En hvemig var meö skólagöngu og störfá unglingsárunum? Það var að sjálfsögðu barnaskóli á Hellissandi, en Ingveldur Sig- mundsdóttir var skólastjóri þá. Hún var sérstaklega góður kennari og skólagangan hjá henni varð mér gott veganesti en ég fór ekki í fleiri skóla. Pabbi byggði fiskverkunarhús í Krossavík þegar hann hætti með Tang og Riis. Fiskverkunarhúsið var beint upp af bryggjunni í Krossavík og þar fór ég að vinna 14 ára gamall með Guðmundi um Sigmundi á Gilbakka, sem var að gera klárt til róðra. Sveinbjöm, þú stundaÖir ekki sjó- mennsku sjálfiir, var það? Nei ég var ekkert á sjó sem heit- ið getur. Nokkrum sinnum að vigta fisk úti í skipum og svo í kringum uppskipunarbátana þeg- ar verið var að landa varningi. Manstu hvaÖ uppskipunarbátamir hétu? Já, þeir voru þrír. Sæmundur var þeirra elstur. Jón hreppstjóri í Munaðarhóli kom siglandi á hon- um innan úr eyjum með alla fjöl- skylduna. Svo var Gæfan og þeirra minnstur var Suðri. Já, lífið sner- ist mikið um Krossavíkina á þess- um tíma. Mikið var að gera en einnig stöðugar áhyggjur vegna nánast vonlausra hafnarskilyrða fyrir vélbáta. Nefni ég þá til dæm- is hræðilegt slys þegar Þorvarður Þorvarðarson í Skuld og Gísli Þorsteinsson í Hlíð fórust þann 9.desember 1936, er þeir ætluðu út í bát sinn Melsted, sem lá á leg- unni. Mikið sog var á sjónum. Þeir tóku lítinn pramma allslaus- an og ætluðu að renna sér út að bátnum eins og svo margir höfðu gert áður, en það var svo merki- legt við þetta slys að það var eins og þeir væru dregnir af ósýnileg- um krafti fram hjá báti sínum. Rétt fyrir utan voru Ólafur Jó- hannesson og Friðbjörn Asbjörns- son á Skrauta og hentu þeir til þeirra bandi sem þeir náðu ekki í. Soguðust þeir út úr höfninni og í brimskaflana sem voru fyrir utan. Ekki getum við ímyndað okkur hvað fór um huga þeirra að lífslokum en mér líður þetta slys aldrei úr minni. Enginn gat gert neitt, aðeins horft á og beðið fyrir mönnunum sem voru ofurseldir örlögum sínum. Strax var hafin leit og leitað um kvöldið og nótt- ina með olíuljósalömpum því að á þeim tíma var ekkert rafmagn. Þeir fundust undir Keflavíkur- bjargi daginn eftir. En svo kom aö því aÖ þú hleyptir heimdraganum? Já, ég fór tvisvar á síldarplan á Siglufjörð árin 1938 og 1939. Fyrra sumarið var allt á hvolfi. Maður fór aldrei úr drullugallan- um og þegar ekki var verið að salta þá vorum við látnir pækla, en við máttum ekki vera einir uppi á tunnunum. Við vorum oft svo syfjaðir að annar þurfti að passa að hinn dytti ekki niður. Seinna sumarið var miklu rólegra, síldin öll komin austur og meiri tími gafst til að skoða mannlífið. Ég var svo heppinn að Ástrós Friðbjörnsdóttir frá Blómsturvöll- um á Sandi var líka á síld á sama tíma. Við höfðum svolítið verið að líta á hvort annað heima en það fór aðallega fram á þann hátt að ég fékk að sitja við hliðina á henni í tveggja manna sófa í stof- unni á Blómsturvöllum. En á síld- inni var hægara um vik og svo fór að við tókum þá ákvörðun eitt kvöldið, uppi í hinni margfrægu Hvanneyrarskál, að gifta okkur. Þegar við komum heim í septem- ber opinberuðum við og keyptum af Guðmundi Ásbjörnssyni grunninn að Hraunprýði og byrj- uðum að byggja nýtt hús. Eldra húsið hafði brunnið nokkru áður en pakkhús, sem var við hliðina, hafði sloppið. Það notuðum við fyrir kindur, púddur og bílinn. Allan tímann sem við Ástrós bjuggum í Hraunprýði, eða í um sextíu ár, höfðum við kindur og hænsni. Heimilisvinurinn okkar hann Leopold sá um hænurnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.