Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Síða 9

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Síða 9
7 Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 svo um Brúarland í Hrútafirði. Það var oft hart barist um þessa einu línu. Símalínan til Ólafsvík- ur var ansi gjörn á að fara í sundur ef hvassviðri var, ísing eða snjó- koma og ég þurfti að sjá um við- haldið á henni. Línan lá inn Breið og yfir Ennisdal. Tryggvi vinur minn fór yfirleitt með mér í þess- ar slarkferðir og ég er ekki frá því, eftir á að hyggja, að fæturnir á mér hafi bilað fyrr en ella við að kafa sífellt ófærðina. I fyrstu var ég einn að störfum en ég vil endilega taka fram að eft- ir að umsvifin jukust og með komu landshafnarinnar í Rifi og Lóransstöðvarinnar á Gufuskál- um, fékk ég til liðs við mig tal- símakonur og hjálparhellur. Eg held að á engan sé hallað þótt ég nefni þær helstar Svandísi Elí- mundardóttur, Kristínu Karls- dóttur og tengdadóttur mína Irisi Tryggvadóttur. A símstöðinni var líka rekin öryggistalstöð fyrir sjó- farendur. Það sýndi mikilvægi hennar að þetta var eina talstöðin á landinu sem síminn lánaði end- urgjaldslaust. Ég var oft mjög bundinn við hana þegar eitthvað alvarlegt bjátaði á eins og t.d. þeg- ar togarinn Elliði frá Siglufirði fórst út af Jökli 10. febrúar 1962. Þá var ég meira og minna í þrjátíu tíma sambandi við Birgi Óskars- son loftskeytaman skipsins, sem síðar varð stöðvarstjóri Lórans- stöðvarinnar á Gufuskálum. Alltaf undrast ég hvílíkt æðruleysi og ró hann sýndi við þessar óskaplega erfiðu aðstæður allan tímann. Þegar ég var svo rétt kominn heim og sofnaður, þá kom tilkynning í útvarpinu um að Skarðsvíkin, skipið sem ég var meðeigandi í væri að sökkva, og ég beint inn á stöð aftur. Þetta voru erfiðir tímar svo ekki sé meira sagt. Svo varstþú einnigpóstmeistari. Já og þar var oft nóg að gera. Áður en vegurinn fyrir jökul var lagður þurfti að sækja póstinn til Ólafsvíkur, en eftir það komu rút- urnar hans Helga Péturssonar alla leið út á Sand, það var mikill munur. Hafði ég afgreiðslu fyrir þá feðga í áratugi. Höfðu þeir all- an tímann herbergi heima hjá okkur í Hraunprýði, fengu mat og aðra þá aðstoð sem þurfti. Fyrstu árin var það töluverður viðburður þegar rúturnar komu, krakkar og fullornir komu til að sjá ferðafólkið og ekki síður að reyna að lesa á pakka og aðrar sendingar. Það komst yfirleitt nokkuð fljótt til skila hverjir áttu hvað. Já, það var stundum mikið að gera t.d. fyrir jólin, afgreitt það sem hægt var á Þorláksmessu og síðan sat ég alla nóttina við að lesa í sundur, skrapp heim í morgun- kaffi og svo var afgreitt þangað til þeir voru búnir að fá sitt sem náð- ist til. Guðmundur Tómasson og kona hans Unnur. Já Sveinbjöm, það kom Jyrir bceði mig og aðra, að menn lögðu í leið- atigur út í Hraunprýði, á ýtnsum tírnum ejtir lokun póstbiíssins tn.a. þegar bátamir kotnu seint að og ball var utn kvöldið. Það tók stund- utn tima að koma sér að ejninu, byrja á kafpsopa hjá Astu og alveg var ótrtílegt hvað þú gast verið lip- ur við okkur greyin. Núna getum við hlegið að þessu. Stundurn heyrði maður þig lesa al- veg óskiljanlega romsu í síttiantt, þrír krossar, svo tölustafir, ajiur krossar og svotta hélt þetta áfram í dágóða stund. Já, ég tók að mér veðurathugan- ir fyrir veðurstofuna í 23 ár. Það var ansi bindandi starf, sex sinn- um á sólarhring, klukkan tólf á miðnætti, sex á morgnana og aft- ur klukkan níu, tólf á hádegi, þrjú um daginn og sex á kvöldin. Mér þykir þú hafa verið ansi svefn- léttur ttm cevina? Já, ég hef alltaf þurft lítið að sofa, en þó var ég hálffeginn þegar veðurathuganirnar fóru út á Gufuskála. Einnig réði ég mig um tíma í að lesa af rafmagnsmælum í húsum eftir að rafmagnið kom, klifrandi upp í rjáfur og inn í skúmaskot. Nú langar mig að koma að útgerð- amtálum þíttum, þatt voru mjög stór þáttur í lífiþítiu. Þau hófust með því að Eggert Sigmundsson, mágur minn, flutti 1949 með fjölskyldu sína á Hellissand. Hann átti bát sem hét Muggur en hann fórst undir Vallnabjargi, mannbjörg varð. Árið 1954 stofnuðum við svo út- gerðarfélagið Ægir. Það var ég, Benedikt faðir minn, Eggert og Guðmundur Tómas Guðmunds- son og hófum útgerð á 37 tonna báti sem hét Ægir GK 350. Landhelgisgæslan óskaði eftir að nafninu yrði breytt þar sem varð- skip hét sama nafni og var hann þá skírður Ármann SH 165. Ár- mann var fyrsti báturinn sem landaði fiski í hinni nýju lands- höfn í Rifi. Aðstöðu fyrir bátinn fengum við með því að flytja fiskverkunarhús pabba úr Krossavík og var það flutt á lóð þar sem húsið Kleifar stóð áður en það var rifið niður og flutt til Ólafsvíkur. Húsið var kallað Ár- mannshús og stóð það næst fyrir austan verslunina hans pabba, Bjarg. Þar var byggð góð aðstaða til beitningar og annarrar útgerð- arvinnu. Einnig var þar fiskmót- taka og var aflanum fyrst sturtað inn í húsið. Þar var hann slægður og kastað upp á bíl aftur og keyrð- ur í Hraðfrystihús Hellissands. Eggert var skipsstjóri á Ármanni í fyrstunni en 1956 réðum við Sig- urð Kristjónsson og var hann skipsstjóri á honum næstu tvö árin. Haustið 1959 hættum við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.