Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 17

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2006, Qupperneq 17
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2006 15 Ásgeir Jóhannesson ^ Upphaf Hraðfrystihúss Olafsvíkur h.f. Byggt á frásögn Eyjólfs Magnússonar og upplýsingum úr hlutafélagaskrá. Lengst af fyrra hluta 20. aldar höfðu þorskveiðar fyrst og fremst verið stundaðar frá Ólafsvík, fyrst á árabátum og seglskipum en síðar á vélknúnum smábátum, en vegna lélegra hafnarskilyrða var ekki um að ræða sjósókn á stærri bátum. Aðallendingarstaður bátanna var við Gilið og þar var fiskurinn þveginn og búinn undir sölu. Tveir kaupendur voru þá að fiski í þorpinu. Kaupfélag Ólafsvíkur og Finnbogi Lárusson, er þar rak verslun í eigin nafni. Var fiskur- inn verkaður í salt og þurrkaður á stakkstæðum til útflutnings. Um 1934 hófst dragnótaveiði á miðum Ólafsvíkinga og kom Sig- urður faðir þess fræga skipstjóra Einars Sigurðssonar, sem kenndur var lengi við bát sinn Aðalbjörgu frá Reykjavík, vestur og leiðbeindi mönnum um dragnótaveiði. Byrjuðu þá útgerðarmenn að setja spil í vélknúna báta sína til að stunda dragnótaveiðina. Halldór fiskiloðs Skömmu síðar kom fyrrgreind- ur Einar vestur til Ólafsvíkur á báti sínum Víkingi sem Halldór Jónsson útgerðarmaður í Ólafsvík keypti síðar. Gerðist Halldór fiskilóðs hjá Einari einhver ár og lærði þar hina tæknilegu hlið á dragnótaveiðinni. Aflinn sem var fyrst og fremst koli í dragnótina var seldur, mest í erlend fisktöku- skip - einkum frá Belgíu - sem komu upp á Ólafsvíkurhöfn til fiskkaupa. Ennfremur hafði Kaupfélag Stykkishólms komið sér upp frystihúsi á þessum árum og keypti kolann af bátum frá Ólafsvík ef þeir fluttu hann inn eftir. Einstaka bátar sigldu jafnvel frá Ólafsvík með afla sinn til Reykjavíkur til sölu. Bygging hússins Við þessar aðstæður hófust um- ræður í hreppsnefnd Ólafsvíkur um byggingu frystihúss í Ólafsvík til að vinna kolann á staðnum til útflutnings. Leiddu þær umræður til þess að þverpólitísk samstaða virðist hafa náðst innan nefndar- innar um það mál og hafist var handa um framkvæmdir á árun- um 1938-1939. Bauð stórkaup- maður að nafni Ingólfur Espholín fram byggingarefni, sem var asbest og talið mjög ódýrt og gott. Mis- jöfn varð þó reynslan af þessu byggingarefni. Byggingarstjóri var aðkomumaður, kallaður „Jón á öllum fjörðum“ og mun hafa unnið verkið í ákvæðisvinnu. Eyjólfur Magnússon var vélstjóri hjá HÓ Hraðfrystihús Ólafsvíkur h.f. tók svo til starfa fyrstu daga sept- embermánaðar árið 1939 um það leyti sem Þjóðverjar réðust inn í Pólland og síðari heimsstyrjöldin hófst, en dagsetning formlegs stofnfundar er 29. október 1939. Stofnendur félagsins Skráðir stofnendur eru: Kaupfé- lag Ólafsvíkur, Sparisjóður Ólafs- víkur, Ólafsvíkurhreppur, sr. Magnús Guðmundsson, Jónas Þorvaldsson, Thor Thors (alþing- ismaður), Magnús Jóhannsson, Eggert Jóhannsson, Guðmundur Björnsson, Lárus Sveinsson, Berg- þór Steinþórsson, Jón Skúlason, rrv~) Óskum sjómönnum í Snæfellsbæ og fjölskyldum þeirra til hamingju Brauðgerð Ólafsvíkur ehf. með daginn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.